Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla þá er konan 24 ára og hlaut hún skilorðsbundin dóm í júní á þessu ári fyrir ósæmilega meðferð á líki barns. Það var barn hennar sem fannst látið. Konan þvertók fyrir að hafa banað því og ekki tókst að sanna að hún hefði gert það.
Konan var úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald.
Lögreglan segir að konan hafi eignast barnið heima hjá sér og hafi því verið ráðinn bani einhvern tímann á tímabilinu frá fimmtudagskvöldi þar til á föstudagsmorgni.