Rannsókn leiddi í ljós að kettir fara ekki í gegnum lífið án þess að hugsa sitt. Þeir eru með flókna minnisgetu sem gerir þeim kleift að mynda skammtíma- og langtímaminningar. Cyberciencecenter skýrir frá þessu.
Þeir geta því munað samskipti, upplifanir og fólk. Nú eru vísindamenn að reyna að kortleggja hvernig og hversu lengi þessar minningar geymast síðan. Þetta virðist ekki vera eins skammur tími og margir kunna að halda.
Með skammtímaminninu geta kettir varðveitt upplýsingar í allt að 16 klukkustundir en þessi hæfileiki takmarkast oft við einstaka atburði eða smáatriði sem gleymast fljótt. Köttur getur til dæmis munað staðsetningu hlutar í skamman tíma en ef hluturinn hefur ekki tilfinningalegt gildi, þá rennur hann kettinum fljótlega úr minni. Það eru því greinileg takmörk á skammtímaminni þeirra.
En langtímaminni þeirra er mun flóknara og dýpra. Þegar köttur tengist fólki eða upplifunum sterkum tilfinningalegum böndum, þá getur hann varðveitt minningar um það í allt að 10 ár.
Þeir geta munað eftir fólki, hljóðum og ákveðnum stöðum, sem hafa sett mark sitt á líf þeirra með jákvæðum eða neikvæðum hætti.
Þetta þýðir að ef fólk hefur myndað náin tengsl við köttinn sinn, þá má það búast við að hann muni eftir þeim þrátt fyrir langan aðskilnað.
En hvað varðar gesti og ókunnuga, þá gleymir kötturinn þeim á 16 til 24 klukkustundum.