fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Pressan
Sunnudaginn 22. desember 2024 10:30

Ætli hún sé búin að sitja lengi?Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnst þér þú sitja of mikið? Það er eitthvað sem margir gera því margir vinna kyrrsetuvinnu og ekki hægt um vik að hreyfa sig nægilega mikið yfir daginn. En hvaða áhrif hefur það á heilsuna ef maður situr megnið af þeim tíma, sem maður er vakandi, og drekkur einnig kaffi?

Ný bandarísk rannsókn beindist að þessu en rúmlega 10.000 manns tóku þátt í henni og var fylgst með heilsufari þess í 13 ár.

Niðurstaðan var að það getur verið mjög góð hugmynd að drekka kaffi samhliða því sem setið er.

B.T. hefur eftir Kjeld Hermansen, prófessor og einum helsta sérfræðingi Dana í rannsóknum á áhrifum kaffis á líkamann, að um litla rannsókn sé að ræða en niðurstaðan sé athyglisverð því hann viti ekki til að þessi þáttur hafi verið rannsakaður áður.

Samkvæmt rannsókninni, þá eru dánarlíkur þeirra, sem sitja í meira en sex klukkustundir á dag og drekka ekki kaffi, 58% meiri en dánarlíkur þeirra sem sitja skemur en sex klukkustundir og drekka kaffi.

Hermansen benti á að frekari rannsókna sé þörf á þessu sviði áður en hægt sé að draga þá ályktun að niðurstaða rannsóknarinnar sé rétt.

„Miðað við niðurstöður rannsóknarinnar, virðist sem það sé hægt að vinna gegn áhrifum kyrrsetu með því að drekka kaffi en þar er þörf á meiri vitneskju um þetta,“ sagði hann.

Hann sagði það styrkja rannsóknina að mikil vinna hafi verið lögð í að fjarlægja ýmsa þætti úr henni. Til dæmis hafi verið tekið tillit til ofþyngdar, tekna, reykingar og hvort fólk var með krabbamein eða aðra sjúkdóma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessar matvörur skemma svefninn fyrir þér

Þessar matvörur skemma svefninn fyrir þér
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ótrúleg saga furðufuglsins sem var ranglega sakaður um tilraun til forsetamorðs

Ótrúleg saga furðufuglsins sem var ranglega sakaður um tilraun til forsetamorðs