fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Regluleg neysla á dökku súkkulaði gæti minnkað líkurnar á sykursýki 2

Pressan
Sunnudaginn 22. desember 2024 15:30

Dökkt súkkulaði hefur marga góða eiginleika.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það að borða nokkra mola af dökku súkkulaði fimm sinnum í viku og um leið sleppa því að borða mjólkursúkkulaði gæti dregið úr líkunum á að fá sykursýki 2.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn the Guardian. Segir miðillinn að eftir því sem vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina segi, þá sé þessi niðurstaða þó „umdeild“. Þeir segja einnig að í fyrri rannsóknum hafi ekki verið gerður greinarmunur á súkkulaðitegundum.

Tegundirnar, dökk, ljóst og mjólkursúkkulaði, innihalda mismikið magn af kakói, sykri og mjólk og það getur haft áhrif á tengslu neyslu þess við sykursýki 2 að sögn vísindamannanna.

Gögn úr þremur bandarískum langtímarannsóknum voru notuð í rannsókninni. Heilbrigðisstarfsfólk tók þátt í þeim.

Vísindamennirnir beindu sjónum sínum að tengslum súkkulaðineyslu og sykursýki 2 hjá rúmlega 192.000. Einnig var sjónunum beint að því hvaða súkkulaðitegund fólk borðaði, ljóst, dökkt eða mjólkur og voru gögn rúmlega 111.000 manns notuð í þeim hluta.

Hjá hópnum sem heildarsúkkulaðineyslan var greind greindust 18.862 með sykursýki 2 en það gerist þegar líkaminn notar insúlínið ekki fullkomlega og því eykst blóðsykurmagnið.

Vísindamennirnir komust að því að þeir sem borðuðu um 28 grömm af súkkulaði, að minnsta kosti fimm sinnum í viku, voru í 10% minni hættu á að þróa með sér sykursýki 2 miðað við þá sem borðuðu aldrei eða mjög sjaldan súkkulaði.

Í hópnum, þar sem sjónunum var beint að hvaða súkkulaðitegund fólk borðaði, greindust 4.771 með sykursýki 2. Þeir sem boruðu dökkt súkkulaði fimm sinnum í viku, voru í 21% minni hættu á að þróa með sér sykursýki 2.

Hins vegar var aukin neysla á mjólkursúkkulaði tengd við þyngdaraukningu.

Vísindamennirnir segja að frekari rannsókna sé þörf til að staðfesta niðurstöðurnar. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu BMJ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Í gær

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“