Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn the Guardian. Segir miðillinn að eftir því sem vísindamennirnir, sem gerðu rannsóknina segi, þá sé þessi niðurstaða þó „umdeild“. Þeir segja einnig að í fyrri rannsóknum hafi ekki verið gerður greinarmunur á súkkulaðitegundum.
Tegundirnar, dökk, ljóst og mjólkursúkkulaði, innihalda mismikið magn af kakói, sykri og mjólk og það getur haft áhrif á tengslu neyslu þess við sykursýki 2 að sögn vísindamannanna.
Gögn úr þremur bandarískum langtímarannsóknum voru notuð í rannsókninni. Heilbrigðisstarfsfólk tók þátt í þeim.
Vísindamennirnir beindu sjónum sínum að tengslum súkkulaðineyslu og sykursýki 2 hjá rúmlega 192.000. Einnig var sjónunum beint að því hvaða súkkulaðitegund fólk borðaði, ljóst, dökkt eða mjólkur og voru gögn rúmlega 111.000 manns notuð í þeim hluta.
Hjá hópnum sem heildarsúkkulaðineyslan var greind greindust 18.862 með sykursýki 2 en það gerist þegar líkaminn notar insúlínið ekki fullkomlega og því eykst blóðsykurmagnið.
Vísindamennirnir komust að því að þeir sem borðuðu um 28 grömm af súkkulaði, að minnsta kosti fimm sinnum í viku, voru í 10% minni hættu á að þróa með sér sykursýki 2 miðað við þá sem borðuðu aldrei eða mjög sjaldan súkkulaði.
Í hópnum, þar sem sjónunum var beint að hvaða súkkulaðitegund fólk borðaði, greindust 4.771 með sykursýki 2. Þeir sem boruðu dökkt súkkulaði fimm sinnum í viku, voru í 21% minni hættu á að þróa með sér sykursýki 2.
Hins vegar var aukin neysla á mjólkursúkkulaði tengd við þyngdaraukningu.
Vísindamennirnir segja að frekari rannsókna sé þörf til að staðfesta niðurstöðurnar. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu BMJ.