fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Pressan

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu

Pressan
Sunnudaginn 22. desember 2024 21:05

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stundum sagt að börn séu hjartahrein og segi sannleikann því þau hafi ekki lært að segja ósatt eins og við fullorðna fólkið. Það er líklegast eitthvað til í þessu því börn geta oft hitt naglann á höfuðið með hreinskilni sinni og öðruvísi sjónarhorni á lífið en við þau fullorðnu höfum.

Sagan sem hér fer á eftir er gott dæmi um þetta. Það er ekki ljóst hvort hún er sönn eða bara skáldskapur en þótt svo sé þá eru hún góð og á erindi við marga í dag.

Sagan snýst um efnaðan mann sem vildi sýna syni sínum hvernig fátækt fólk býr og hvernig það hefur það. Þetta gerði hann í þeirri von að sonurinn myndi öðlast aðra sýn á lífið og læra að meta allt það sem hann hefði. En þegar upp var staðið var það faðirinn sem lærði svolítið af þessari ferð þeirra feðga og mættum við fleiri líklega taka þennan lærdóm til okkar.

„Dag einn fór mjög ríkur maður með son sinn út á land. Tilgangurinn var að sýna syninum hvernig fátækt fólk hefði það. Þeir dvöldu í nokkra daga á sveitabæ hjá fjölskyldu sem taldist vera fátæk miðað við nútímaviðmið. Þegar þeir komu heim aftur spurði faðirinn soninn hvað honum fyndist um upplifun þeirra undanfarna daga.

Þetta var frábært, sagði sonurinn.

En tókstu ekki eftir hvernig lífsskilyrði þessa fátæka fólks voru?, spurði faðirinn og bætti við: Hvað lærðir þú af ferðinni?

Ég tók eftir að þau eiga bara einn hund en við fjóra. Við eigum eina sundlaug, sem tekur helminginn af garðinum okkar, en þau geta synt í risastóru vatni. Við erum með lugtir í garðinn okkar en þau geta horft á stjörnurnar á nóttinni. Garðurinn okkar er stór en þau geta notið útsýnis alveg að mörkum sjóndeildarhringsins. Við búum á smá landskika en þau eru með stóra akra sem teygja sig eins langt og augað eygir. Við erum með þjónustufólk en þau þjónusta aðra. Við kaupum matinn okkar en þau rækta sinn eiginn mat. Við erum með veggi í kringum okkur til að vernda okkur en þau eiga vini sem gæta þeirra.“

Faðirinn stóð orðlaus eftir en sonurinn hafði ekki lokið máli sínu:

„Þetta gerði að verkum að ég fattaði hversu fátæk við erum í raun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Af hverju eru fætur sumra misstórir?

Af hverju eru fætur sumra misstórir?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Biblían fjarlægð úr skólum í Texas – Bann við bókum með „djörfum kynlífslýsingum“ sprakk í andlit talsmanna þess

Biblían fjarlægð úr skólum í Texas – Bann við bókum með „djörfum kynlífslýsingum“ sprakk í andlit talsmanna þess
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fíll stangaði ferðamann til bana

Fíll stangaði ferðamann til bana
Pressan
Fyrir 3 dögum

13 ára stúlka alvarlega veik af fuglaflensu – Sérfræðingur segir þetta vera hættumerki

13 ára stúlka alvarlega veik af fuglaflensu – Sérfræðingur segir þetta vera hættumerki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvetja ferðamenn til að forðast þessa evrópsku áfangastaði á árinu

Hvetja ferðamenn til að forðast þessa evrópsku áfangastaði á árinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári

Bandarískur hermaður handtekinn – Grunaður um einn stærsta gagnaþjófnaðinn á síðasta ári