Vísindamenn sáu Wisdom og nýja maka hennar og eggið nýlega á Midway Atoll National Wildlife Refuge sem er eyja við norðurenda Hawaii.
CNN hefur eftir Jon Plissner, líffræðingi, að hann og teymi hans sé vongott um að eggið muni klekjast og að Wisdom geti annast uppeldi enn eins ungans.
Vísindamenn komu auga á Wisdom á Midway Atoll 2001 og var hún með rautt band um annan fótinn. Síðar kom í ljós að þetta rauða band var sett á fótinn af hinum þekkta fuglafræðingi Chandler Robbins árið 1956.
Vísindamenn telja að Wisdom hafi verpt allt að 60 eggjum á lífsleiðinni og hafi allt að 30 ungar komið í heiminn.
Hún kom til Midway Atoll áratugum saman með maka sínum Akeakamai en hann hefur ekki sést síðan 2021.
Wisdom er af ætt Laysan albatrosa en þeir verða 12 til 40 ára. Langlífi Wisdom hefur því komið fuglafræðingum mjög á óvart.