fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Pressan
Sunnudaginn 22. desember 2024 16:30

Wisdom er fyrir miðju. Mynd:Dan Rapp/USFWS

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og fann sér nýlega nýjan maka og verpti eggi, í fyrsta sinn í 4 ár. Þetta hefur vakið mikla gleði hjá vísindamönnum sem fylgjast vel með henni enda elsti albatrosinn sem vitað er um.

Vísindamenn sáu Wisdom og nýja maka hennar og eggið nýlega á Midway Atoll National Wildlife Refuge sem er eyja við norðurenda Hawaii.

CNN hefur eftir Jon Plissner, líffræðingi, að hann og teymi hans sé vongott um að eggið muni klekjast og að Wisdom geti annast uppeldi enn eins ungans.

Vísindamenn komu auga á Wisdom á Midway Atoll 2001 og var hún með rautt band um annan fótinn. Síðar kom í ljós að þetta rauða band var sett á fótinn af hinum þekkta fuglafræðingi Chandler Robbins árið 1956.

Vísindamenn telja að Wisdom hafi verpt allt að 60 eggjum á lífsleiðinni og hafi allt að 30 ungar komið í heiminn.

Hún kom til Midway Atoll áratugum saman með maka sínum Akeakamai en hann hefur ekki sést síðan 2021.

Wisdom er af ætt Laysan albatrosa en þeir verða 12 til 40 ára. Langlífi Wisdom hefur því komið fuglafræðingum mjög á óvart.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Í gær

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt