fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Pressan
Laugardaginn 21. desember 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er tími jólaljósa og hátíðarskreytinga og það var akkúrat það sem bæjaryfirvöld hugsuðu með jólaskreytingar á aðalgötunni í kaupstaðnum Fleet í Hampshire á Englandi.

Íbúar hafa þó skellihlegið að ljósunum og sagt þau líta út eins og nærföt sem hengd eru upp á þvottasnúru.

„Ef þeim er ekki ætlað að líta út eins og nærbuxur hvernig eiga þau þá að líta út? Ég get eiginlega ekki séð annað en nærbuxur,“ sagði einn íbúi.

„Ég meina já, þau líta út eins og nærföt. Mér er samt alveg sama,“ sagði annar.

Jólalegt ekki satt?

Bæjarfulltrúar sáu spaugilegu hliðina á þessu og fögnuðu því að þeir hefðu fært bæjarbúum hátíðlega gleði.

„Þetta var ekki alveg það sem við höfðum í huga. En hvort sem þú sérð nærbuxur, ljósker eða einfaldlega nútímalega lýsingu þá erum við ánægð að heyra götuljósin okkar vekja gleði, samtal og óvæntan húmor í samfélaginu. Markmið okkar hefur alltaf verið að hressa upp á Fleet High Street og skapa velkomið umhverfi. Það er yndislegt að vita að ljósin færa bros á andlit íbúa. Takk fyrir athugasemdir ykkar. Við metum álit ykkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mistök og grín lögreglumanns reyndist dýrkeypt

Mistök og grín lögreglumanns reyndist dýrkeypt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hvernig var Næturhrellirinn gómaður? – Múgurinn kom fjöldamorðingja bak við lás og slá

Hvernig var Næturhrellirinn gómaður? – Múgurinn kom fjöldamorðingja bak við lás og slá
Pressan
Fyrir 1 viku

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við
Pressan
Fyrir 1 viku

Á að setja salt í kartöfluvatnið á undan eða eftir kartöflunum?

Á að setja salt í kartöfluvatnið á undan eða eftir kartöflunum?