Mennirnir höfðu komið auga á skógarbjörn sem þeir veittu eftirför og reyndu að skjóta en birninum tókst að klifra upp í tré. Einn úr hópnum skaut á björninn þar sem hann var í trénu og hitti en ekki vildi betur til en svo að björninn féll úr trénu og á Lester. Hann var fluttur mikið slasaður á sjúkrahús og lést af sárum sínum á föstudag, tveimur dögum eftir atvikið.
Fullvaxnir skógarbirnir, einnig kallaðir brúnbirnir, geta vegið frá 100 kílóum og upp í 350 kíló. Lögregla segir að um sorglegt slys hafi verið að ræða og enginn hafi verið kærður vegna málsins.
Lester lætur eftir sig fimm börn og átta barnabörn og minnist sonur hans föður síns með hlýjum orðum, að því er fram kemur í frétt USA Today. „Ég er þakklátur fyrir allar góðu minningarnar og allt sem þú kenndir mér. Ég hef ekki kynnst duglegri manni en pabba í vinnu. Hann missti ekki dag úr vinnu nema þegar hann fór að veiða.“