fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Pressan
Laugardaginn 21. desember 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lester Harvey, 58 ára faðir og afi sem var á veiðum ásamt hópi manna í Virginíuríki í Bandaríkjunum síðustu viku, lést föstudaginn í síðustu viku, tveimur dögum eftir að hafa lent í heldur furðulegu slysi.

Mennirnir höfðu komið auga á skógarbjörn sem þeir veittu eftirför og reyndu að skjóta en birninum tókst að klifra upp í tré. Einn úr hópnum skaut á björninn þar sem hann var í trénu og hitti en ekki vildi betur til en svo að björninn féll úr trénu og á Lester. Hann var fluttur mikið slasaður á sjúkrahús og lést af sárum sínum á föstudag, tveimur dögum eftir atvikið.

Fullvaxnir skógarbirnir, einnig kallaðir brúnbirnir, geta vegið frá 100 kílóum og upp í 350 kíló. Lögregla segir að um sorglegt slys hafi verið að ræða og enginn hafi verið kærður vegna málsins.

Lester lætur eftir sig fimm börn og átta barnabörn og minnist sonur hans föður síns með hlýjum orðum, að því er fram kemur í frétt USA Today. „Ég er þakklátur fyrir allar góðu minningarnar og allt sem þú kenndir mér. Ég hef ekki kynnst duglegri manni en pabba í vinnu. Hann missti ekki dag úr vinnu nema þegar hann fór að veiða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“