fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Pressan

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Pressan
Laugardaginn 21. desember 2024 07:30

Grafstæðið. Mynd:Gabriel Prieto, Huanchaco Archaeological Program

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Pampa La Cruz svæðinu í Perú hafa vísindamenn fundið lík 76 barna og tveggja fullorðinna. Bringa allra hafði verið skorin upp.

Rannsóknin hefur leitt í ljós að þetta voru líklega börn og fullorðnir úr þjóðflokki sem hafði verið hnepptur í ánauð af Chimú, sem var stórt menningarsamfélag á tólftu til fimmtándu öld. Chimú voru upp á undan Inkum og eru þekktir fyrir list sína og vefnað.

Börnin voru nakin þegar þau voru grafin en fötin voru nærri þeim. Bringur þeirra voru skornar upp frá hálsbeininu niður að bringubeininu, rifin höfðu verið spennt upp, hugsanlega til að hægt væri að komast að hjartanu.

Í gröfunum fundust einnig silfur- og koparferningar sem gætu hafa verið saumaðir í föt barnanna. Einnig fundust eyrnaskreytingar og skeljar.

Vísindamenn telja að börnunum hafi hugsanlega verið fórnað til að styrkja akrana til að tryggja góða uppskeru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mistök og grín lögreglumanns reyndist dýrkeypt

Mistök og grín lögreglumanns reyndist dýrkeypt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hvernig var Næturhrellirinn gómaður? – Múgurinn kom fjöldamorðingja bak við lás og slá

Hvernig var Næturhrellirinn gómaður? – Múgurinn kom fjöldamorðingja bak við lás og slá
Pressan
Fyrir 6 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við
Pressan
Fyrir 6 dögum

Á að setja salt í kartöfluvatnið á undan eða eftir kartöflunum?

Á að setja salt í kartöfluvatnið á undan eða eftir kartöflunum?