Rannsóknin hefur leitt í ljós að þetta voru líklega börn og fullorðnir úr þjóðflokki sem hafði verið hnepptur í ánauð af Chimú, sem var stórt menningarsamfélag á tólftu til fimmtándu öld. Chimú voru upp á undan Inkum og eru þekktir fyrir list sína og vefnað.
Börnin voru nakin þegar þau voru grafin en fötin voru nærri þeim. Bringur þeirra voru skornar upp frá hálsbeininu niður að bringubeininu, rifin höfðu verið spennt upp, hugsanlega til að hægt væri að komast að hjartanu.
Í gröfunum fundust einnig silfur- og koparferningar sem gætu hafa verið saumaðir í föt barnanna. Einnig fundust eyrnaskreytingar og skeljar.
Vísindamenn telja að börnunum hafi hugsanlega verið fórnað til að styrkja akrana til að tryggja góða uppskeru.