Hringurinn, sem virðist vera úr bronsi, sýnir Mínervu sem er aðeins með hjálm. Live Science segir að hún hafi verið vinsæl á þessu svæði á tímum Rómarveldis því hún var meðal annars talin vera gyðja stríðs og hernaðartækni og auk þess viskugyðja.
Það var Yair Whiteson sem fann þennan 1.800 ára gamla hring þegar hann var í gönguferð með föður sínum. þeir voru þá staddir nærri fornri námu í Carmel-fjalli. Yari, sem safnar steinum og steingervingum, sá skyndilega „lítinn grænan hlut“ á jörðinni og tók hann upp og áttaði sig fljótlega á að þetta var hringur.
Talið er að hringurinn hafi tilheyrt konu eða stúlku á annarri eða þriðju öld eftir Krist.