fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

Pressan
Laugardaginn 21. desember 2024 20:30

Hringurinn góði. Mynd:Emil Aladjem/Israel Antiquities Authority

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar 13 ára drengur fór í gönguferð í norðurhluta Ísraels gerði hann magnaða uppgötvun. Hann fann hring, frá tíma Rómarveldis, með mynd af Mínervu, gyðju stríðs og visku.

Hringurinn, sem virðist vera úr bronsi, sýnir Mínervu sem er aðeins með hjálm. Live Science segir að hún hafi verið vinsæl á þessu svæði á tímum Rómarveldis því hún var meðal annars talin vera gyðja stríðs og hernaðartækni og auk þess viskugyðja.

Það var Yair Whiteson sem fann þennan 1.800 ára gamla hring þegar hann var í gönguferð með föður sínum. þeir voru þá staddir nærri fornri námu í Carmel-fjalli. Yari, sem safnar steinum og steingervingum, sá skyndilega „lítinn grænan hlut“ á jörðinni og tók hann upp og áttaði sig fljótlega á að þetta var hringur.

Talið er að hringurinn hafi tilheyrt konu eða stúlku á annarri eða þriðju öld eftir Krist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“