fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Pressan
Föstudaginn 20. desember 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin Ray Underwood, fangi á dauðadeild í Oklahoma í Bandaríkjunum, var tekinn af lífi í gær – sama dag og hann varð 45 ára.

Underwood var sakfelldur fyrir morð á tíu ára stúlku, Jamie Rose Bolin, árið 2006. Hann lokkaði stúlkuna í íbúð sína þar sem hann braut gegn henni kynferðislega áður en hann drap hana. Jamie bjó ásamt föður sínum í sömu íbúðabyggingu og Kevin í bænum Purcell.

Þetta var 25. aftaka ársins í Bandaríkjunum á þessu ári og sú síðasta.

Underwood var handtekinn á heimili sínu þann 17. apríl 2006 og fundust líkamsleifar Jamie inni í skáp á heimili hans. Lögmenn hans héldu því fram að hann hefði átt skelfilega æsku og væri haldin geðrænum veikindum. Þrátt fyrir það var hann metinn sakhæfur.

Underwood reyndi að áfrýja dauðadómnum allt þar til á síðustu stundu og þegar mál hans var tekið fyrir af áfrýjunarnefnd í síðustu viku bað hann fjölskyldu Jamie afsökunar á gjörðum sínum.

Beiðni hans var hafnað og var hann sem fyrr segir tekinn af lífi í gær með banvænni lyfjablöndu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð