fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Pressan
Föstudaginn 20. desember 2024 04:42

Þessi mynd fer fyrir brjóstið á mörgum. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Klikkað virðingarleysi“ – „Fáránlegt“ – „Ömurlegt“ eru meðal þeirra athugasemda, sem myndir sem poppdrottningin Madonna deildi á Instagram, hafa fengið.

Myndirnar voru gerðar með aðstoð gervigreindar og eru af Madonnu, íklæddri undirfatnaði einum saman, og Frans páfa.

Madonna gerði myndirnar ekki sjálf en deildi þeim á Instagram. „Að fara svona inn í helgina,“ skrifaði hún við aðra og við hina skrifaði hún: „Það er gott þegar það er tekið eftir manni“.

En mörgum þykir þetta mjög ósmekklegt og meðal viðbragða á X eru neðantalin ummæli:

„Þetta er svo ósmekklegt“

„Þvílíkt virðingarleysi“

„Þetta er svo undarlegt“

„Hún hefur misst vitið“

„Þetta er klikkað virðingarleysi og undarlegt og ég er ekki einu sinni kristin“

En sumir eru ánægðir með myndirnar og nokkrir spyrja hvort þær séu ekta.

Madonna og kaþólska kirkjan hafa lengi verið ósátt við hvort annað. Kaþólskir leiðtogar fordæmdu Madonnu á sínum tíma fyrir myndbandið við lagið „Like a Prayer“ en þar sáust logandi krossar og styttur sem blæddi úr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð