Málið hófst þegar lögreglan var við umferðareftirlit og var að stöðva akstur ökumanna til að kanna með ástand þeirra og ökuréttindi. Ökumaður flutningabíls virti stöðvunarmerki lögreglunnar að vettugi og ók framhjá henni og úr varð eftirför.
Það tókst að stöðva aksturinn með því að nota naglamottu. Tveir menn voru í bílnum og voru þeir handteknir. Í bílnum voru kassar með Johnny Cree viskíi að verðmæti sem svarar til 12 milljóna íslenskra króna.
Lögreglan telur að viskíinu hafi verið stolið enda engin farmskjöl með og hinir handteknu ekki sérstaklega samvinnuþýðir.
Næsta verkefni er að finna hver stal viskíinu og hvaðan.