BBC greinir frá þessu og vísar í skýrslu greiningarfyrirtækisins Chainalysis.
Þar kemur fram að rekja megi rúmlega helming þeirrar rafmyntar sem stolið hefur verið á árinu til hakkara í Norður-Kóreu. Er það tvöföldun frá árinu 2023.
Nokkur stór mál hafa komið upp á árinu en jafnvirði 42 milljarða króna var stolið af japanska rafmyntafyrirtækinu DMM Bitcoin og 33 milljörðum af indverska fyrirtækinu WazirX.
Bandarísk yfirvöld telja að yfirvöld í Norður-Kóreu stundi skipulagða brotastarfsemi af þessu tagi, meðal annars til að takmarka áhrif viðskiptaþvingana sem sett hafa strik í reikninginn á undanförnum árum.