fbpx
Föstudagur 20.desember 2024
Pressan

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Pressan
Fimmtudaginn 19. desember 2024 22:00

Jólasveinninn laðar marga ferðamenn til bæjarins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margar mýtur um jólasveininn og margir vilja eigna sér hann. Sumir telja að hann búi á Grænlandi, aðrir telja að hann búi á Norðurpólnum, sumir telja að hann búi á Íslandi og enn aðrir staðsetja heimkynni hans í Lapplandi í Finnlandi.

Finnar hafa lengi markaðssett heimkynni jólasveinsins í Rovaniemi í Lapplandi. Um 65.000 manns búa í bænum, sem er rétt sunnan við heimskautsbaug og 900 km norðan við Helsinki.

En íbúarnir eru orðnir þreytti á jólasveininum og því sem honum fylgir því á síðasta ári voru 1,2 milljónir gistinótta ferðamanna í bænum. Það var 30% aukning frá árinu áður.

Ástæðan getur verið að byrjað var að fljúga til bæjarins frá 13 nýjum bæjum og borgum. Þeirra á meðal eru Amsterdam, Berlóin, Dublin, London, Madríd og París.

Þrátt fyrir að bærinn sé ekki stór, þá er flugvöllurinn þar sá næst stærsti í Finnlandi.

Euronews skýrir frá þessu og segir að í bænum sé skemmtigarðurinn Santa Claus Village. Það er hægt að fara í hreindýrasleðaferðir, heimsækja ísbar og auðvitað hitta manninn sem þetta snýst allt um – jólasveininn.

En bæjarbúar eru nú farnir að mótmæla þessum mikla ferðamannastraumi og áhrifum hans og segja að ferðamennirnir séu orðnir of margir. Þessi mikli fjöldi ferðamanna hefur haft í för með sér að sífellt fleiri íbúðir eru gerðar að orlofsíbúðum fyrir ferðamenn og það veldur hækkandi fasteignaverði.

En auðvitað eru sumir sáttir við ferðamannastrauminn og má þar nefna hóteleigendur, veitingastaði, minjagripaverslanir og aðra sem hafa lifibrauð sitt af ferðamönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld

Spænskt meistaraverk fannst eftir að hafa ekki sést í rúma öld
Pressan
Fyrir 4 dögum

Merk uppgötvun neðansjávar

Merk uppgötvun neðansjávar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á að setja salt í kartöfluvatnið á undan eða eftir kartöflunum?

Á að setja salt í kartöfluvatnið á undan eða eftir kartöflunum?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður