fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Pressan

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Pressan
Fimmtudaginn 19. desember 2024 14:11

Caroline sést hér með bróður sínum, David, á leið í dómshúsið í morgun. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Caroline Darian, dóttir kynferðisbrotamannsins Dominique Pelicot, sem í morgun var dæmdur i tuttugu ára fangelsi, gerði hróp að föður sínum eftir að dómur í málinu var kveðinn upp.

Dominique var ákærður fyrir að hafa byrlað eiginkonu sinni og móður Caroline, Gisele Pelicot, ólyfjan ítrekað og fengið ókunnuga karla sem hann kynntist á netinu til þess að nauðga henni.

Tók Dominique myndir og myndbönd af misnotkuninni og vistaði efnið samviskusamlega í tölvu sína, alls um 20 þúsund myndir og myndbönd. Hann viðurkenndi brot sín fyrir dómi.

Fimmtíu aðrir karlar í málinu voru einnig sakfelldir og fengu þeir mislanga dóma. Einn, sem nauðgaði Dominique átta sinnum, fékk til að mynda 15 ára fangelsisdóm og annar sem nauðgaði henni sex sinnum fékk 13 ára dóm.

„Þú munt deyja eins og hundur í fangelsi,“ hrópaði Caroline í átt að föður sínum sem beygði sig niður og grét þegar dómari las upp refsinguna. Dominiqe var einnig dæmdur fyrir að taka og dreifa kynferðislegum ljósmyndum af henni og tveimur tengdadætrum sínum.

Gisele tjáði sig við fjölmiðla eftir réttarhöldin og sagði að þungu fargi væri af henni létt og að baki væri mjög erfiður tími. Henni hefur verið hrósað mjög fyrir að tala opinberlega um réttarhöldin og hún kveðst ekki sjá eftir því að hafa kosið að hafa þau opin.

„Frá því að réttarhöldin hófust þann 2. September vildi ég að samfélagið myndi sjá það sem væri að gerast. Ég hef aldrei séð eftir þeirri ákvörðun.“

Aðspurð hvort hún væri sátt við málalyktir og hvort dómarnir væru hæfilega þungir að hennar mati sagðist hún virða niðurstöðu dómstólsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessar matvörur skemma svefninn fyrir þér

Þessar matvörur skemma svefninn fyrir þér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mistök og grín lögreglumanns reyndist dýrkeypt

Mistök og grín lögreglumanns reyndist dýrkeypt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvernig var Næturhrellirinn gómaður? – Múgurinn kom fjöldamorðingja bak við lás og slá

Hvernig var Næturhrellirinn gómaður? – Múgurinn kom fjöldamorðingja bak við lás og slá
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn