fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Pressan

Dæmd í fangelsi fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn son sinn

Pressan
Fimmtudaginn 19. desember 2024 07:30

Rebekah og Lewis Edwards. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári var Lewis Edwards, 25 ára, dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir barnaníð og fjárkúgun. Á þriðjudaginn var hann dæmdur fyrir fleiri brot.

Sky News segir að Edwards, sem starfaði áður sem lögreglumaður í Wales, þurfi að sitja í fangelsi í 12 ár hið minnsta áður en hann á möguleika á reynslulausn. Hann tapaði nýlega áfrýjun á dómi sínum.

Móðir hans Rebekah Edwards var nýlega dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa hindrað framgang réttvísinnar með því að grafa farsíma sonar síns í gröf fjölskyldukattarins. Edwards hafði beðið hana um að gera þetta til að lögreglan fyndi ekki símann. Hún getur sótt um reynslulausn eftir eitt ár.

Lögreglan gerði húsleit heima hjá Edwards í febrúar á síðasta ári. Hald var lagt á nokkur raftæki en Edwards var ekki samstarfsfús og neitaði að skýra frá aðgangsorðunum að þeim.

Í júlí á síðasta ári fékk lögreglan upplýsingar um að Rebekah væri með tvo farsíma í fórum sínum og að hún hefði spurt son sinn hvað hún ætti að gera við þá. „Grafðu þann svarta,“ svaraði Edwards.

Hún afhenti lögreglunni símana að lokum en þegar hún var spurð hvort hún hefði grafið síma í garðinum, sagði hún það rétt vera og að hún hefði grafið hann með kettinum. Hún sagði að sá sími væri svartur með brotinn skjá.

Saksóknari sagði fyrir dómi að ekki hafi verið hægt að rannsaka símann því hann hafi verið svo illa farinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessar matvörur skemma svefninn fyrir þér

Þessar matvörur skemma svefninn fyrir þér
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg saga furðufuglsins sem var ranglega sakaður um tilraun til forsetamorðs

Ótrúleg saga furðufuglsins sem var ranglega sakaður um tilraun til forsetamorðs
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvernig var Næturhrellirinn gómaður? – Múgurinn kom fjöldamorðingja bak við lás og slá

Hvernig var Næturhrellirinn gómaður? – Múgurinn kom fjöldamorðingja bak við lás og slá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona margar mínútur þarftu að ganga á dag til að lengja lífið um mörg ár

Svona margar mínútur þarftu að ganga á dag til að lengja lífið um mörg ár
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði