fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Pressan

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Pressan
Miðvikudaginn 18. desember 2024 06:27

San Antonio í Texas. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómsmálaráðherrann í Texas hefur höfðað mál á hendur Margaret Carpenter, lækni í New York, fyrir að hafa sent þungarrofspillur til tvítugrar konu í Texas.

Þungarrofslöggjöfin í Texas er ein sú þrengsta í öllum Bandaríkjunum því engar undantekningar eru heimilar og skiptir þá engu þótt barnið hafi verið getið við nauðgun eða sifjaspell.

Carpenter stofnaði samtökin Abortion Coalition for Telemedicin (ATC) en þetta eru hagsmunasamtök sem vilja auðvelda konum í Bandaríkjunum aðgang að lyfjum sem framkalla þungunarrof.

Yfirvöld í Texas segja að Carpenter hafi útvegað tvítugri konu, sem býr í ríkinu, þungunarrofslyf sem hafi bundið enda á líf ófædds barns og haft alvarlegar afleiðingar fyrir konuna.

Það er brot á lögum í Texas ef læknir eða lyfsali sendir þungunarrofspillur til ríkisins. Segja yfirvöld að læknar megi ekki sinna sjúklingum í ríkinu eða skrifa út lyfseðla fyrir þá nema þeir hafi starfsleyfi í ríkinu. Carpenter hefur ekki starfsleyfi í ríkinu.

Með málshöfðuninni vill Ken Paxton, dómsmálaráðherra, leggja bann við því að Carpenter geti starfað sem læknir í Texas. Ef það gengur eftir, þá getur hún ekki ávísað lyfjum til sjúklinga í Texas. Hann krefst þess einnig að Carpenter verði dæmd til að greiða 100.000 dollara í sekt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pútín niðurlægður
Miðasala á EM hafin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mistök og grín lögreglumanns reyndist dýrkeypt

Mistök og grín lögreglumanns reyndist dýrkeypt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvernig var Næturhrellirinn gómaður? – Múgurinn kom fjöldamorðingja bak við lás og slá

Hvernig var Næturhrellirinn gómaður? – Múgurinn kom fjöldamorðingja bak við lás og slá
Pressan
Fyrir 3 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að setja salt í kartöfluvatnið á undan eða eftir kartöflunum?

Á að setja salt í kartöfluvatnið á undan eða eftir kartöflunum?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 6 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu