Þungarrofslöggjöfin í Texas er ein sú þrengsta í öllum Bandaríkjunum því engar undantekningar eru heimilar og skiptir þá engu þótt barnið hafi verið getið við nauðgun eða sifjaspell.
Carpenter stofnaði samtökin Abortion Coalition for Telemedicin (ATC) en þetta eru hagsmunasamtök sem vilja auðvelda konum í Bandaríkjunum aðgang að lyfjum sem framkalla þungunarrof.
Yfirvöld í Texas segja að Carpenter hafi útvegað tvítugri konu, sem býr í ríkinu, þungunarrofslyf sem hafi bundið enda á líf ófædds barns og haft alvarlegar afleiðingar fyrir konuna.
Það er brot á lögum í Texas ef læknir eða lyfsali sendir þungunarrofspillur til ríkisins. Segja yfirvöld að læknar megi ekki sinna sjúklingum í ríkinu eða skrifa út lyfseðla fyrir þá nema þeir hafi starfsleyfi í ríkinu. Carpenter hefur ekki starfsleyfi í ríkinu.
Með málshöfðuninni vill Ken Paxton, dómsmálaráðherra, leggja bann við því að Carpenter geti starfað sem læknir í Texas. Ef það gengur eftir, þá getur hún ekki ávísað lyfjum til sjúklinga í Texas. Hann krefst þess einnig að Carpenter verði dæmd til að greiða 100.000 dollara í sekt.