fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Pressan
Miðvikudaginn 18. desember 2024 22:00

Bashar Al Assad.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að Bashar al-Assad var steypt af stóli sem einræðisherra Sýrlands á dögunum hafa fundist sönnunargögn um að stjórn hans hafi leikið lykilhlutverk í framleiðslu og smygli á lyfinu Captagon sem er skylt metamfetamíni.

Tæpur hálfur mánuður er liðinn síðan Assad yfirgaf Sýrland og hélt til Rússlands þar sem honum hefur verið veitt pólitískt hæli.

Captagon, sem inniheldur virka efnið fenethylline, var fyrst búið til í Þýskalandi á sjöunda áratug liðinnar aldar og notað til meðhöndlunar á drómasýki og hegðunarvanda hjá börnum (ADHD). Lyfið var bannað í mörgum löndum þegar ljóst var hversu ávanabindandi það var.

Mörg hundruð milljarða króna iðnaður

Eftir að borgarastyrjöld braust út í Sýrlandi og þrengt var að þarlendum stjórnvöldum, til dæmis með viðskiptaþvingunum, hófst framleiðsla á lyfinu fyrir alvöru og er talið að sýrlensk yfirvöld hafi tekið í kassann mörg hundruð milljarða króna á ári. Á stuttum tíma varð Sýrland langstærsti framleiðandi lyfsins og flæddi það yfir til nágrannaríkja.

Caroline Rose, sérfræðingur hjá New Lines Institute, hefur mikla þekkingu á viðskiptum með fenethylline og bendir hún á í samtali við ABC News að lyfið sé til dæmis notað af leigubílstjórum, háskólanemum, fólki í láglaunastörfum sem og efnuðu fólki sem vill léttast. Lyfið minnkar matarlyst og lætur viðkomandi finnast eins og hann sé ósigrandi, að sögn Caroline.

Í frétt ABC News kemur fram að Assad hafi reynt að nota völd sín og reynt að þvinga nágrannaríki Sýrlands til að borga fyrir að stöðva smygl á lyfinu yfir til landamæranna. Segir Caroline að sú áætlun hans hafi mistekist og í raun átt þátt í falli hans þegar allt kom til alls.

Fjölmargar verksmiðjur

Liðsmenn uppreisnarhópsins, Hayat Tahrir al-Sham, sem náði völdum í Sýrlandi hafa fundið fjölmargar verksmiðjur í landinu þar sem lyfið var framleitt. Ýmislegt bendir til þess að sýrlensk stjórnvöld – og Assad sjálfur – hafi vitað af þessum verksmiðjum enda hafa þær fundist í opinberum byggingum í landinu.

Til dæmis fannst ein verksmiðja í húsnæði sýrlenska hersins í Damascus og önnur í bænum Latakia sem er heimabær Assad-fjölskyldunnar. Þá fannst ein í verksmiðju sem tengist Maher al-Assad, bróður Bashar.

Caroline segir að þetta sanni að sýrlensk stjórnvöld hafi verið mjög innvikluð í framleiðslu og smygli á Captagon. Forsvarsmenn Hayat Tahrir al-Sham hafa sagt að „hreinsunarstarf“ sé nú hafið í Sýrlandi og telja sérfræðingar að það komi til með að hafa áhrif á til dæmis Íran og Hezbollah-samtökin sem einnig eru sögð hafa grætt á viðskiptum með Captagon.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni