„Það er líklegt að einhver hafi svitnað á sætið sem þú settir handklæðið þitt á, þurrkaðir andlitið og fékkst augnsýkingu,“ segir maðurinn að læknirinn hafi sagt við sig og hafi þar vísað til ferða hans í líkamsræktarstöð.
Daily Mail segir að maðurinn hafi skýrt frá þessu á TikTok, undir notendanafninu @grinni45. Annar notandi, @alaskaaayoung77, hafi tjáð sig um þetta og hafi innlegg hans fengið 10 milljónir áhorf. Þar heldur viðkomandi því fram að þetta gerist af því að konur fari nærbuxnalausar í ræktina.
Sumir, sem hafa tjáð sig um þetta, segja að þeir þrífi líkamsræktartækin mjög vel áður en þeir noti þau og segjast gera það af ótta við að fá klamýdíu.
Læknirinn Joe Whittington, sem er með þrjár milljónir fylgjenda á TikTok, fjallaði um þetta undir fyrirsögninni „Getur þú virkilega fengið klamýdíu af líkamsræktartækjum?“
Hann segir að allir viti að klamýdía smitist aðallega við að stunda kynlíf en ekki við að snerta einhvern lauslega eða við að snerta yfirborðsflöt.
„Svo lengi sem þú gerir ekki eitthvað mjög óvenjulegt við þessi líkamsræktartæki, þá ertu örugg(ur),“ sagði hann.