fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Pressan

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Pressan
Þriðjudaginn 17. desember 2024 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður einn leitaði til læknis vegna sýkingar í auga, minniháttar sýkingar í augnloki. Rannsókn leiddi í ljós að hann var með klamýdíu. En þar sem maðurinn hafði ekki stundað kynlíf með neinum spurði læknirinn hvort hann stundaði oft líkamsrækt og því svaraði maðurinn játandi.

„Það er líklegt að einhver hafi svitnað á sætið sem þú settir handklæðið þitt á, þurrkaðir andlitið og fékkst augnsýkingu,“ segir maðurinn að læknirinn hafi sagt við sig og hafi þar vísað til ferða hans í líkamsræktarstöð.

Daily Mail segir að maðurinn hafi skýrt frá þessu á TikTok, undir notendanafninu @grinni45. Annar notandi, @alaskaaayoung77, hafi tjáð sig um þetta og hafi innlegg hans fengið 10 milljónir áhorf. Þar heldur viðkomandi því fram að þetta gerist af því að konur fari nærbuxnalausar í ræktina.

Sumir, sem hafa tjáð sig um þetta, segja að þeir þrífi líkamsræktartækin mjög vel áður en þeir noti þau og segjast gera það af ótta við að fá klamýdíu.

Læknirinn Joe Whittington, sem er með þrjár milljónir fylgjenda á TikTok, fjallaði um þetta undir fyrirsögninni „Getur þú virkilega fengið klamýdíu af líkamsræktartækjum?“

Hann segir að allir viti að klamýdía smitist aðallega við að stunda kynlíf en ekki við að snerta einhvern lauslega eða við að snerta yfirborðsflöt.

„Svo lengi sem þú gerir ekki eitthvað mjög óvenjulegt við þessi líkamsræktartæki, þá ertu örugg(ur),“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn útskýra af hverju við höfum alltaf pláss fyrir eftirmat

Vísindamenn útskýra af hverju við höfum alltaf pláss fyrir eftirmat
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta þrennt kemur í veg fyrir ísmyndun í frystinum

Þetta þrennt kemur í veg fyrir ísmyndun í frystinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Með þessu ráði er leikur einn að þrífa bakstursofninn – Aðeins þrjú efni

Með þessu ráði er leikur einn að þrífa bakstursofninn – Aðeins þrjú efni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið

Heimskulegt uppátæki í skíðalyftu dregur dilk á eftir sér – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrsta manntalið í tæp 40 ár – Landsmönnum hafði fjölgað mikið miðað við síðustu áætlun

Fyrsta manntalið í tæp 40 ár – Landsmönnum hafði fjölgað mikið miðað við síðustu áætlun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður líklega dæmd í lífstíðarfangelsi eftir harmleik í barnaafmæli

Verður líklega dæmd í lífstíðarfangelsi eftir harmleik í barnaafmæli