fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Pressan

Luigi ákærður fyrir hryðjuverk – „Morð sem var ætlað að valda skelfingu“ 

Pressan
Þriðjudaginn 17. desember 2024 22:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem er sakaður um að hafa banað forstjóra tryggingafélagsins UnitedHealthcare hefur verið ákærður fyrir morð. Ekki nóg með það heldur segir ákæruvaldið að morðið sé hryðjuverk.

Héraðssaksóknari Manhattan, Alvin Bragg, segir að morðið á forstjóranum Brian Thompson hafi verið „morð sem var ætlað að valda skelfingu og við höfum séð slík viðbrögð“. Bragg sagði á blaðamannafundi í dag:

„Þetta var skelfilegt, úthugsað og markvisst morð sem var ætlað að valda sjokki, vekja athygli og ógna. Þetta átti sér stað á einu líflegasta svæði borgar okkar, ógnaði öryggi íbúa og ferðamanna, notenda samgöngukerfisins og viðskiptafólks sem var á leið í vinnu.“

Morðið hefur vakið mikla reiði í garð einkarekna sjúkratryggingakerfisins í Bandaríkjunum. Margir fagna ódæðinu og líta á meinta morðingjann, Luigi Mangione, sem byltingarhetju. Lögregla hefur varað auðmenn og aðra forstjóra við því að þeir gætu verið í hættu. Kona var handtekin á dögunum og ákærð fyrir hótanir eftir að hún vitnaði í Mangione í símtali við tryggingafulltrúa sem neitaði greiðslukröfu hennar. Hún vísaði til orðanna deny, depose og defend sem voru rituð á skothylki sem fundust á vettvangi morðsins. Við þetta bætti hún – Þið eruð næst. Konan var sökuð um að hafa hótað hryðjuverki eða fjöldamorði með þessum orðum.

Mál konunnar hefur eins vakið reiði þar sem margir telja að kerfið sé nú að reyna að kæfa alla gagnrýni í garð tryggingafélaganna. Nú eigi að vernda auðmennina og enginn almennur borgari geti reiknað með viðlíka aðstoð lögreglu, dómkerfis og stjórnmálamanna þegar einhver nákominn þeim er myrtur um hábjartan dag.

Samkvæmt sláandi könnun, sem PoliticsVideoChannel lét gera á dögunum, myndu 60 prósent íbúa í New York sýkna Mangione ef þeir fengju sæti í kviðdómi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Mistök og grín lögreglumanns reyndist dýrkeypt

Mistök og grín lögreglumanns reyndist dýrkeypt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvernig var Næturhrellirinn gómaður? – Múgurinn kom fjöldamorðingja bak við lás og slá

Hvernig var Næturhrellirinn gómaður? – Múgurinn kom fjöldamorðingja bak við lás og slá
Pressan
Fyrir 3 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við
Pressan
Fyrir 3 dögum

Á að setja salt í kartöfluvatnið á undan eða eftir kartöflunum?

Á að setja salt í kartöfluvatnið á undan eða eftir kartöflunum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu