Beikon bragðast vel að margra mati en það inniheldur tyramin sem er efni sem gerir að verkum að fólk er óvenjulega vel vakandi. Það er því rétt að sleppa því að borða beikon þegar líður að háttatíma. Það er kannski þess vegna sem Bretar fá sér oft beikon í morgunmat?
Gamall ostur inniheldur einnig tyramin. Meðal þeirra eru til dæmis cheddar, gouda og parmesan. Ef þú verður að borða ost þegar líður að háttatíma skaltu fá þér ferskan ost í staðinn fyrir gamlan.
Tómatar eru bragðgóðir og henta með mörgum mat og í salöt. En vegna sýrustigs þeirra þá geta þeir valdið brjóstsviða og hann getur haft neikvæð áhrif á nætursvefninn.
Dökkt súkkulaði er dásamlegt og raunar hefur það marga jákvæða kosti heilsufarslega en það inniheldur koffín sem örvar okkur og getur haldið okkur vakandi. Þeim mun dekkra sem súkkulaði er, þeim mun meira koffín inniheldur það.
Það getur freistað sumra að fá sér einn kaldan eða einn sterkan að kvöldi til, sérstaklega ef dagurinn var erfiður. Áfengið hjálpar hugsanlega til við að sofna hratt en það er hætt við að svefninn verði órólegur og að þú vaknir þreytt(ur) næsta morgun þrátt fyrir 8 klukkustunda svefn.
Djúpsteiktur matur er bragðgóður en það er góð hugmynd að borða hann fyrripart dags í staðinn fyrir seinnipartinn. Ástæðan er að hann inniheldur mikla fitu sem líkaminn þarf að vinna úr og ef hann þarf að gera það að næturlagi nær hann ekki að slaka á.
Spergilkál er hollt en það inniheldur mikið af trefjum og getur valdið magaþembu og þar með andvöku.