fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Þessar matvörur skemma svefninn fyrir þér

Pressan
Sunnudaginn 15. desember 2024 20:30

Dökkt súkkulaði hefur marga góða eiginleika.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú átt erfitt með svefn þá geta ákveðnar matvörur átt hlut að máli og komið í veg fyrir að þú náir góðum nætursvefni. En hvaða matvörur eru þetta?

Beikon bragðast vel að margra mati en það inniheldur tyramin sem er efni sem gerir að verkum að fólk er óvenjulega vel vakandi. Það er því rétt að sleppa því að borða beikon þegar líður að háttatíma. Það er kannski þess vegna sem Bretar fá sér oft beikon í morgunmat?

Gamall ostur inniheldur einnig tyramin. Meðal þeirra eru til dæmis cheddar, gouda og parmesan. Ef þú verður að borða ost þegar líður að háttatíma skaltu fá þér ferskan ost í staðinn fyrir gamlan.

Ostur getur haldið fólki vakandi.

 

 

 

 

 

 

 

Tómatar eru bragðgóðir og henta með mörgum mat og í salöt. En vegna sýrustigs þeirra þá geta þeir valdið brjóstsviða og hann getur haft neikvæð áhrif á nætursvefninn.

Tómatar eru bragðgóðir.

 

 

 

 

 

 

 

Dökkt súkkulaði er dásamlegt og raunar hefur það marga jákvæða kosti heilsufarslega en það inniheldur koffín sem örvar okkur og getur haldið okkur vakandi. Þeim mun dekkra sem súkkulaði er, þeim mun meira koffín inniheldur það.

Dökkt súkkulaði kemur við sögu.

 

 

 

 

 

 

 

Það getur freistað sumra að fá sér einn kaldan eða einn sterkan að kvöldi til, sérstaklega ef dagurinn var erfiður. Áfengið hjálpar hugsanlega til við að sofna hratt en það er hætt við að svefninn verði órólegur og að þú vaknir þreytt(ur) næsta morgun þrátt fyrir 8 klukkustunda svefn.

Mynd/Getty

 

 

 

 

 

 

 

Djúpsteiktur matur er bragðgóður en það er góð hugmynd að borða hann fyrripart dags í staðinn fyrir seinnipartinn. Ástæðan er að hann inniheldur mikla fitu sem líkaminn þarf að vinna úr og ef hann þarf að gera það að næturlagi nær hann ekki að slaka á.

Kjúklinganaggar og franskar.

 

 

 

 

 

Spergilkál er hollt en það inniheldur mikið af trefjum og getur valdið magaþembu og þar með andvöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir

Þetta er ástæðan fyrir að þú vaknar stundum rétt áður en vekjaraklukkan hringir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“