Sorolla málaði myndina þegar hann dvaldi í París á árunum 18890og 1890. Það sýnir kaffihús í ljósaskiptum.
Verkið er meðal 77 verka, eftir hann, sem eru nú til sýnis í listasafni í Madríd en sýningin er tileinkuð Sorolla.
Eftir að einkasafnari keypti málverkið 1890 hvarf það sjónum og töldu sérfræðingar það vera glatað. En rannsókn leiddi sérfræðinga á slóð þess og fannst það hjá fjölskyldu mannsins sem keypti það á sínum tíma. Hún lánaði verkið á sýninguna.