Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Í henni kemur fram að háþróuð vitsmunasamfélög gætu viljað ferðast um vetrarbrautirnar sínar og að besta leiðin til þess, sé að stýra stjörnukerfinu sínu.
Ævaforn menningarsamfélög gætu haft margar ástæður til að vilja færa sig um set í vetrarbrautinni sinni. Þau þurfa kannski að forða sér frá sprengistjörnu eða leita að nýjum náttúruauðlindum. Eða kannski langar þau bara til að rannsaka alheiminn.
En þar sem mjög langt er á milli stjarna þá er mjög erfitt að ferðast um geiminn og það er mjög tímafrekt. Til að takast á við þetta gætu vitsmunaverur ákveðið að taka heimkynni sín með sér í ferðalag.
Aðalávinningurinn við að taka stjörnuna sína með sér er að þá er hún við hendina á meðan ferðast er. Þetta væri hægt að gera með því að láta stjörnuna senda geisla sína eða útgufun í eina átt. Þetta myndi virka eins og hreyfill og knýja stjörnuna áfram og um leið myndu pláneturnar hennar fylgja með.