fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Hvernig var Næturhrellirinn gómaður? – Múgurinn kom fjöldamorðingja bak við lás og slá

Pressan
Laugardaginn 14. desember 2024 21:00

Richard Ramirez

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í meira en ár skelfdi raðmorðingi íbúa Los Angeles, allt þar til það voru íbúar sem náðu að handsama hann. 

Richard Muñoz Ramirez, af fjölmiðlum kallaður Næturhrellirinn (e. Night Stalker), myrti að minnsta kosti 15 manns og rændi, nauðgaði og barði marga aðra á milli apríl 1984 og ágúst 1985. Árásir hans voru hrottalegar og ófyrirsjáanlegar. Ramirez notaði sjaldan sama vopnið ​​og valdi fórnarlömb sín að því er virtist af handahófi og kaus jafnvel að skilja sum þeirra eftir á lífi. 

Peacock heimildarmyndin Richard Ramirez: The Night Stalker Tapes, sem kom út 10. desember, fer yfir ævi og glæpi morðingjans alræmda, sem fæddur var í Texas. Myndin inniheldur meðal annars hljóðrituð viðtöl við Ramirez, sem lést árið 2013.

Eftir ár hrikalegra morða skildi Ramirez eftir nægar vísbendingar fyrir lögregluna til að bera kennsl á hann og birta upplýsingar fyrir almenning. Þann 31. ágúst 1985 fékk lögreglan tilkynningu um grunsamlegan mann sem þótti líkjast lýsingunni. Ramirez reyndi að flýja með því að ræna bíl en var haldið niðri af reiðum múg sem var staðráðinn í að handsama hann. Þegar lögreglan kom loks á staðinn hafði hópurinn barið Ramirex ítrekað með stálstöng. 

„Við vorum búin að tala um að ef hann yrði tekinn hérna í Austur-L.A. myndi hann líklega verða barinn til óbóta því allir hér vissu að hann væri leitað,“ sagði nágranni Ramirez, Eloise Cabral við Los Angeles Times árið 1985. „Þeir myndu bara elska að ná honum. Og nú vöknuðum við í morgun og hann fannst hérna hinum megin við götuna.“

Ramirez við handtöku hans 31. ágúst 1985

Hver var Næturhrellirinn?

Á níunda áratugnum ógnaði raðmorðingi, sem staðbundnir fjölmiðlar nefndu Night Stalker, borgir víðs vegar um Los Angeles. Lögreglan bar að lokum kennsl á manninn sem Richard Ramirez, frá El Paso, Texas, sem átti sögu um eiturlyfjamisnotkun og bílaþjófnað.

Samkvæmt dánartilkynningu hans í The New York Times var Ramirez beittur miklu ofbeldi frá unga aldri. Þegar hann var 12 ára sýndi eldri frændi hans Miguel Ramirez honum myndir af konum sem hann nauðgaði og drap í Víetnamstríðinu. Ári síðar varð Ramirez vitni að því að því þegar Miguel skaut og myrti eiginkonu sína. Miguel var síðar dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir morðið.

Ramirez flutti til Los Angeles þegar hann var 15 ára og lærði innbrotstæknina af eldri bróður sínum. Hann er sagður hafa selt stolnar vörur til að borga fyrir kókaínfíkn sína og var hann dæmdur í nokkra mánuði fyrir bílaþjófnað áður en hann hóf að myrða. 

Lýsing vitna á Ramirez.

Hver voru fórnarlömb Næturhrellisins ?

Ramirez framdi fyrsta morðið sem vitað er um þann 10. apríl 1984, þó að hann hafi ekki verið tengdur við glæpinn fyrr en mörgum árum seinna.

Mei Linda Leung níu ára fannst látin í kjallara íbúðarhúss síns eftir að hún fór að leita að týndum dollara seðli. Hún hafði verið barin, nauðgað og stungin. Lögreglan hóf aftur rannsókn á málinu árið 2009 og bar saman DNA sönnunargögn frá vettvangi við sýni frá Ramirez. 

Á milli júní 1984 og ágúst 1985 drap Ramirez 14 manns:  Vincow, Dayle Okazaki, Veronica Yu, Vincent Zazzara, Macine Zazzara, Bill Doi, Mable Ma Bell Bell, Florence Nettie Lang, Mary Louise Cannon, Joyce Lucille Nelson, Max Kneiding, Lela Kneiding, Chainarong Khovananth og Elyas Abowath. 

Meðan á morðöldu hans stóð rændi Ramirez, barði, nauðgaði og reyndi að myrða aðra sem komust lífs af. Einn eftirlifandi fórnarlamba hans sagði Frank Salerno, fyrrverandi lögreglustjóra í Los Angeles-sýslu, að Ramirez hafi látið hana ákalla nafn Satans meðan á árásinni stóð. Í heimildamyndinni Richard Ramirez: The Night Stalker Tapes segir Ramirez að satanismi hafi verið kynntur fyrir honum þegar hann var 21 árs.

„Satan er stöðugleiki og kraftur í lífi mínu. Hann gefur mér ástæðu til að vera til. Hann gefur mér afsökun fyrir réttlætingu. Ég var í bandalagi við hið illa sem er fólgið í mannlegu eðli og það var sá sem ég var.“

Los Angeles Times greindi frá því árið 1986 að Ramirez hafi stært sig af því við starfsmann fangelsisins að hafa myrt 20 manns. Morðið á Leung var síðar tengt við Ramirez, eins og áður sagði og einnig er hann grunaður um að hafa myrt Peter Pan í San Francisco. 

Handtökumynd Ramirez eftir bílþjófnað.

Hvernig var Næturhrellirinn handsamaður?

Þökk sé skýrslum frá vitnum og fórnarlömbum Ramirez sem lifðu af tókst lögreglunni að hafa uppi á stolnum sendibíl sem Ramirez hafði ekið og fingrafar náðist af baksýnisspeglinum. Eftir að hafa útilokað 100 samsvaranir úr gagnagrunni lögreglunnar fannst óyggjandi samsvörun: Richard Ramirez. 

„Við vorum lengi að ákveða hvort við ættum að lýsa eftir honum,“ sagði Sherman Block, sýslumaður í L.A. sýslu, við blaðamenn eftir að lögreglan ákvað að birta almenningi nafn Ramirez og lögreglumynd sem tekin var þegar hann var handtekinn fyrir bílþjófnað.

„Þú getur ekki sloppið. Sérhver lögreglumaður og sérhver borgari veit núna nákvæmlega hvernig þú lítur út og hver þú ert,“ talaði Block til Ramirez í fréttum fjölmiðla.

Það leið ekki á löngu þar til tilkynning barst u grunsamlegan mann í Austur-L.A. sem passaði við lýsingu Night Stalker.  Þegar hann áttaði sig á því að lögreglan var að þrengja hringinn um hann reyndi Ramirez að flýja með því að stela bíl. En bílstjórinn þekkti hann og gerði nágrönnum sínum viðvart. 

Vitni sögðu við Los Angeles Times að að minnsta kosti fjórir hafi gripið Ramirez áður en hann gat flúið og haldið honum þar til lögreglan kom. Þegar Ramirez reyndi að komast undan múg íbúanna eltu þeir hann og börðu hann ítrekað með stálstöng. 

„Þegar hann hætti, náðu allir honum bara,“ sagði Jaime Burgoin, einn íbúanna sem náði Ramirez, við fjölmiðla árið 1985. „Gaurinn var að lemja hann með stönginni – Ramirez stoppaði bara og horfði á okkur. Ég býst við að hann hafi verið þreyttur.“

Hvað var Night Stalker ákærður fyrir?

Þann 20. september 1989 var Ramirez ákærður fyrir 13 morð, fimm morðtilraunir, 11 kynferðisbrot og 14 innbrot. Hann hlaut alls 13 dauðadóma. 

„Hann sýndi aldrei neina iðrun vegna þess sem hann hafði gert,“ sagði Salerno leynilögreglumaður í þættinum Murder Made Me Famous árið 2015. „Hann var hreint illmenni“.

Á meðan hann beið aftöku lést Ramirez úr B-frumu eitilæxli árið 2013, 53 ára að aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Í gær

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“