Sky News segir að líkamsleifar, beinagrind, hafi fundist í hinum afskekkta Rheola Forest nærri Resolven í Neath Port Talbot þann 9. desember 1979.
Maðurinn hefur verið nefndur „Glamgoran maðurinn“. Talið er að hann hafi látist níu til átján mánuðum áður en hann fannst.
Hjá líkinu fannst biblía sem nafnið D Malan var skrifað á og hluti af heimilisfangi í Randburg í Suður-Afríku. Einnig var umslag, sem skrifað hafði verið á það sem virtist vera skipulagning á flugferð innanlands í Suður-Afríku.
Smávegis af bandarískum og kanadískum dollurum fannst á manninum og þótti það benda til að hann hefði ferðast mikið. Hann var einnig með kort af sunnanverðu Wales á sér og pappír merktan Heathrow Sheraton hótelinu.
Maðurinn var 40 til 60 ára, þéttvaxinn og 172 til 177 cm á hæð. Hann var líklega haltur því bundið var um hægra hné hans. Hann gæti hafa notað gervitennur því hann var alveg tannlaus.