fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Hver er maðurinn? Handskrift og peningar meðal þess sem fannst á líkinu fyrir 45 árum

Pressan
Laugardaginn 14. desember 2024 15:30

Þarna fannst líkið. Mynd:Locate International

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er verið að reyna að bera kennsl á lík sem fannst í suðurhluta Wales 9. desember 1979. Nú er reynt að vekja athygli á málinu um allan heim í þeirri von að einhver geti veitt upplýsingar um hver maðurinn var.

Sky News segir að líkamsleifar, beinagrind, hafi fundist í hinum afskekkta Rheola Forest nærri Resolven í Neath Port Talbot þann 9. desember 1979.

Maðurinn hefur verið nefndur „Glamgoran maðurinn“. Talið er að hann hafi látist níu til átján mánuðum áður en hann fannst.

Hjá líkinu fannst biblía sem nafnið D Malan var skrifað á og hluti af heimilisfangi í Randburg í Suður-Afríku. Einnig var umslag, sem skrifað hafði verið á það sem virtist vera skipulagning á flugferð innanlands í Suður-Afríku.

Smávegis af bandarískum og kanadískum dollurum fannst á manninum og þótti það benda til að hann hefði ferðast mikið. Hann var einnig með kort af sunnanverðu Wales á sér og pappír merktan Heathrow Sheraton hótelinu.

Maðurinn var 40 til 60 ára, þéttvaxinn og  172 til 177 cm á hæð. Hann var líklega haltur því bundið var um hægra hné hans. Hann gæti hafa notað gervitennur því hann var alveg tannlaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök
Pressan
Í gær

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 2 dögum

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“