fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Á að setja salt í kartöfluvatnið á undan eða eftir kartöflunum?

Pressan
Laugardaginn 14. desember 2024 11:30

Setur þú vatn í pottinn þegar þú sýður kartöflur?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kartöflur eru fastur liður á matarborði flestra og hafa verið kynslóðum saman. En setur þú salt í pottinn þegar þú sýður kartöflur? Ef þú gerir það, seturðu þá saltið áður en kartöflurnar fara í pottinn eða eftir að þær eru komnar ofan í hann?

Þetta er auðvitað spurning sem hefur leitað á marga og jafnvel haldið fyrir þeim vöku! (Eða ekki!).

Það að setja salt í vatnið hefur tvennskonar tilgang. Annar er að bæta bragðið. Kartöflur eru mildar á bragðið frá náttúrunnar hendi og saltið hjálpar til við að draga náttúrulegan karakter þeirra fram. Hitt er að saltið hefur áhrif á áferðina því það breytir efnasamsetningu vatnsins sem getur gert suðuna áhrifaríkari.

Ef þú setur saltið í á undan kartöflunum, þá færðu tækifæri til að búa til einsleitt bragð því vatnið er salt þegar kartöflurnar fara að draga það í sig á meðan þær sjóða.  Með þessu verður bragðið jafnt, þær verða fastari fyrir því saltið styrkir frumuveggi þeirra. Þetta sparar einnig tíma, því þá þarf ekki að smakka vatnið til eftir að saltið er sett í.

Ef þú setur saltið hins vegar í á eftir kartöflunum, þá sleppur við að þær verði mislitar. Þú minnkar einnig líkurnar á að þú setjir of mikið salt í vatnið.

Kokkar eru almennt sammála um að best sé að setja saltið út í á undan kartöflunum. Ef saltið er í vatninu frá upphafi, tryggir þú einsleitara bragð og þá áferð sem þú vilt. En það skiptir máli hversu mikið salt er sett út í. Þumalfingurregla er að nota ca matskeið af salti fyrir hvern lítra vatns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi