fbpx
Mánudagur 14.apríl 2025
Pressan

Yfirmaður myrta forstjórans sýnir reiði almennings skilning

Pressan
Föstudaginn 13. desember 2024 18:30

Morðið á Brian Thompson náðist á upptöku eftirlitsmyndavélar. Mynd; Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morðið á Brian Thompson forstjóra UnitedHealthcare, stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, hefur vakið heimsathygli. Það hefur ekki vakið síður mikla athygli hversu margir hafa fagnað dauða Thompson og vísað þá til bandaríska sjúkratryggingakerfisins og þá ekki síst hversu algengt það hafi verið að fyrirtæki Thompson neitaði að greiða fyrir nauðsynlega heilbrigðisþjónustu viðskiptavina. Var hann sjálfur sakaður um að bera ábyrgð á þúsundum dauðsfalla. Nú hefur forstjóri móðurfyrirtækis UnitedHealthcare stigið fram og sýnt þessum sjónarmiðum vissan skilning og viðurkennt að bandaríska heilbrigðiskerfið sé gallað og það þurfi að laga það.

Andrew Witty er forstjóri UnitedHealth Group, móðurfyrirtækis UnitedHealthcare, og ritaði grein um þessi mál í New York Times. Í greininni heiðraði hann minningu Thompson en sagði starfsmenn fyrirtækisins hafa mátt sæta hótunum um frekara ofbeldi.

Slíka hegðun segir hann óásættanlega en hann skilji óánægju landsmanna með heilbrigðiskerfið en heilbrigðisþjónusta í Bandaríkjunum er almennt greidd með tryggingum einkafyrirtækja.

Í umfjöllun CBS um grein Witty kemur fram að Bandaríkjamenn hafi aldrei greitt meira fyrir sjúkratryggingar en samt sem áður sé einni af hverjum fimm beiðnum um greiðslur vegna heilbrigðisþjónustu hafnað.

Maður að nafni Luigi Mangione er í haldi grunaður um morðið en hann hafði einmitt glímt við talsverða vanheilsu í kjölfar brimbrettaslyss og þurft á mikilli heilbrigðisþjónustu að halda. Lögreglan í New York, en morðið var framið þar í borg, segir ekkert benda til að Mangione hafi verið viðskiptinavinur UnitedHealthcare. Hann hafi mögulega myrt Thompson vegna stöðu hans sem forstjóri stærsta sjúkratryggingafyrirtækisins.

Enginn myndi hafa þetta svona

Andrew Witty skrifar í grein sinni í New York Times að fyrirtækið skilji reiði þjóðarinnar með heilbrigðiskerfið og sé meðvitað um að það virki ekki eins og það eigi að gera:

„Enginn myndi búa til kerfi eins og við erum með,“ skrifar Witty.

Hann segir að í raun hafi enginn aðili markvisst haft kerfið svona heldur sé það eins og bútasaumsteppi sem saumað hafi verið á margra áratuga tímabili.

Witty segir fyrirtæki sitt reiðubúið til samvinnu um að bæta bandarískt heilbrigðiskerfi svo það virki vel fyrir alla borgara landsins. Hann fullyrðir að Thompson hafi lagt sig allan fram í sínu starfi við að bæta kerfið og þjóna öllum viðskiptavinum fyrirtækisins eins vel og hægt var. Thompson hafi aldrei verið ánægður með kerfið og hafi viljað hafa það bæði gagnsærra, mannúðlegra og að fleiri hefðu efni á heilbrigðisþjónustu.

Það sé vilji fyrirtækisins að halda þessu starfi Thompson áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum
Pressan
Í gær

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír

Svona getur þú haldið mýflugum og öðrum skordýrum fjarri með álpappír
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa

Bill Gates varpar ljósi á upphæðina sem börnin hans munu erfa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum

Indverjar vinna hratt að gerð nýrra verndarsvæða fyrir tígrisdýr – Ástæðan er mikil fjölgun í stofninum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona gæti verð á iPhone hækkað vegna tollastríðsins – Spá verulegum hækkunum

Svona gæti verð á iPhone hækkað vegna tollastríðsins – Spá verulegum hækkunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kínverjar halda gríninu áfram: Nú fá Donald Trump og Elon Musk að finna fyrir því

Kínverjar halda gríninu áfram: Nú fá Donald Trump og Elon Musk að finna fyrir því