Þetta er ekki vegna einhverra töfra eða innsæis. Það eru líkamsklukkan og prótínjafnvægið sem stýra svefnhringrásinni.
Í miðju heilans eru taugar sem nefnast suprachiasmatic nucleue (SCN) sem eru innra úr líkamans. Þessar taugar leika lykilhlutverk í að stýra þáttum á borð við blóðþrýsting, líkamshita og því allra mikilvægasta – dægurrytmanum.
SCN hjálpar okkur að finnast við vera vakandi á daginn og syfjuð á nóttunni. Það er þetta kerfi sem gerir líkamanum kleift að undirbúa sig undir að vakna áður en vekjaraklukkan hringir.
Prótín, sem heitir PER, stýrir svefn-vakandi hringrásinni með því að stýra orkunotkuninni og þreytustigi líkamans. Magn PER eykst og minnkar yfir daginn. Á kvöldin er magnið mikið því markmiðið er að halda okkur vakandi. Á nóttunni er magnið lítið því þá eigum við að sofa.
Ef þú heldur sama svefnrytmanum stöðugt, ferð í rúmið og vaknar á sama tíma á hverjum degi, þá verður líkaminn betri í að stýra PER. Með tímanum lærir hann að undirbúa sig undir hvenær þú ætlar að vakna og setur það ferli af stað klukkutíma áður en vekjaraklukkan hringir.
Til að forðast áfall þegar vekjaraklukkan hringir, þá losar líkaminn um stresshormón sem auka athygli okkar og orku hægt og rólega. Með þessu getum við vaknað á eðlilegan hátt. Ef rútínan þín er alltaf sú sama, þá fer líkaminn að „sjá fyrir“ hvenær vekjaraklukkan hringir og byrjar að framleiða PER og stresshormón fyrr.
Þetta hefur í för með sér að þú vaknar nokkrum mínútum á undan vekjaraklukkunni – ekki af því að þú vilt það, heldur af því að líkaminn er að vernda þig fyrir áfallinu sem fylgir því að vekjaraklukkan hringir.