Marcelin Arthur Chaix, sem lést 95 ára, ólst upp í sveitarfélaginu Tourrettes í Frakklandi og bjó mestan hluta ævi sinnar í Tourrettes-sur-Loup. Þegar hann lést arfleiddi hann heimabæinn að auð sínum, en þó með einu skilyrði um í hvað peningarnir ættu að fara.
Í erfðaskrá sinni lýsti Chaix því yfir að peningana mætti aðeins nota í þjónustu til aldraða íbúa svæðisins, en íbúar eru alls rúmlega 4.000. Um mikla fjármuni er að ræða og er nýtt dagvistarheimili fyrir aldraða fyrirhugað og verður það opnað fyrir árið 2026.
„Dagvistarheimilið er ekki reist í hagnaðarlegum tilgangi, heldur félagslegum. Við getum talið okkur lánsöm vegna þessarar gjafar og við erum þakklát fyrir þessa gjöf fyrrum íbúa, sem átti enga lögerfingja, og skulum gefa herra Chaix standandi lófaklapp vegna þessa örlætis,“ sagði bæjarstjórinn Camile Bouge þegar erfðaskráin var lesin.
Erfðaskráin var lesin upp í ráðhúsinu á staðnum og samfélagið fékk að vita að hann hefði arfleitt það að 2,6 milljónir punda eða um 458 milljónum króna.
Vinna við „dagheimili aldraðra“, sem fram kemur í erfðaskrá hans, á að hefjast fljótlega.
„Við erum ekki að tala um hjúkrunarheimili aldraðra, heldur stað til að dvelja á og hitta aðra eldri borgara, sem glíma oft við einmanaleika,“ sagði einn embættismanna.
Heimamenn hafa greint fjölmiðlum frá því að Chaix hafi ávallt verið hjálpsamur og því hafi arfurinn og í hvað hann ætti að fara ekki komið þeim á óvart.