Mirror segir að maðurinn hafi hunsað öryggisreglur sem kveða á um að tígrisdýrin eigi að vera algjörlega lokuð frá að komast inn á aðgangssvæðið að aðstöðu þeirra. Eitt dýrið hafi nýtt sér þetta og ráðist á manninn. Er hann sagður hafa látist nokkrum mínútum eftir að dýrið réðst á hann.
Sjúkraflutningsmenn voru kallaðir á vettvang en gátu ekki bjargað lífi mannsins.
Þetta var í fyrsta sinn í hálfrar aldar sögu dýragarðsins sem dýr varð manneskju að bana.
Borgarstjórinn, Cristian Gentea, sagði að þetta sé mikið áfall en ástæðan fyrir þessum hörmulega atburði sé að starfsmaðurinn hafi ekki fylgt öryggisreglum.