fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Dýrahirðirinn gerði afdrifarík mistök

Pressan
Föstudaginn 13. desember 2024 04:33

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

52 ára dýrahirðir í Pitesti dýragarðinum í Rúmeníu gerði afdrifarík mistök á mánudaginn þegar hann ætlaði að gefa tígrisdýrunum í garðinum að éta. Hann er sagður hafa hunsað öryggisreglur dýragarðsins og hafi síðan verið bitinn í höfuðið.

Mirror segir að maðurinn hafi hunsað öryggisreglur sem kveða á um að tígrisdýrin eigi að vera algjörlega lokuð frá að komast inn á aðgangssvæðið að aðstöðu þeirra. Eitt dýrið hafi nýtt sér þetta og ráðist á manninn. Er hann sagður hafa látist nokkrum mínútum eftir að dýrið réðst á hann.

Sjúkraflutningsmenn voru kallaðir á vettvang en gátu ekki bjargað lífi mannsins.

Þetta var í fyrsta sinn í hálfrar aldar sögu dýragarðsins sem dýr varð manneskju að bana.

Borgarstjórinn, Cristian Gentea, sagði að þetta sé mikið áfall en ástæðan fyrir þessum hörmulega atburði sé að starfsmaðurinn hafi ekki fylgt öryggisreglum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum