fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Pressan

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

Pressan
Þriðjudaginn 10. desember 2024 21:30

Crieff Hydro Hotel í Skotlandi hefur verið sakað um peningaplokk og blekkingar. Mynd: Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjögurra stjörnu hótel í nágrenni borgarinnar Perth í Skotlandi hefur verið sakað um að selja þjónustu sem sé í engu samræmi við kynningu á henni. Hótelið, Crieff Hydro Hotel, bauð til sölu „undraland vetrarins“ sem átti samkvæmt kynningu að felast meðal annars í gagnvirkri lestarferð með lýsingu, hljóðum, jólatrjám og tónlist. Einn viðskiptavinur segir hins vegar um blekkingu að ræða lestarferðin felist ekki í neinu öðru en áhorfi á Youtube-myndband.

Danica Archibald er einstæð móðir sem leist vel á kynninguna og sló til. Hélt hún af stað ásamt eins árs gamalli dóttur sinni og systur sinni og móður. Hún hefur tjáð Mirror að hún hafi greitt 50 pund (8.800 íslenskar krónur) fyrir þjónustuna en það eina sem hafi sést í lestarferðinni hafi verið Youtube myndband sem varpað var á vegg.

Í kynningu hótelsins kom fram að um væri að ræða gagnvirka lestarferð í gegnum glitrandi undraland vetrarins. Gagnvirka upplifun með ljósum og hljóði, álfagöngum, jólatrjám og tónlist. Í lok ferðarinnar áttu síðan gestir að fá jólabjöllu að gjöf.

Danica og fjölskylda hennar keyrðu í tvo tíma til að komast á staðinn. Hún segir að henni hafi brugðið þegar í ljós kom að gagnvirki hluti lestarferðarinnar var tveggja mínútna myndband af ísbjörnum og hreindýrum, sem varpað var á sýningartjald. Í heild hafi undraland hótelsins samanstaðið af fjórum básum, skautasvelli, lýsing hafi ekki verið mikil og myndum af snjókornum hafi verið varpað á göngustíg.

Ekki sú fyrsta

Danica segir að fjölskyldan hafi séð meira af ljósum á leiðinni heim og sú ferð hafi verið skemmtilegri en lestarferðin. Sagði hún að um væri að ræða hreinræktað peningaplokk. Hún segir að myndir á vefsíðu hótelsins hafi litið töluvert betur út en raunveruleikinn reyndist vera.

Hótelið segir að viðskiptavinir hafi almennt lýst yfir ánægju með lestarferðina og „undraland vetrarins“ en það sé meðvitað um óánægju sumra gesta og markmiðið sé að læra af því.

Borga þurfti sérstaklega fyrir mat og fyrir aðgang að skautasvellinu. Danica segir að fjölskyldan hafi keypt sér kleinuhringi sem hafi reyns ekki verið bakaðir.

Hún segir fjölskylduna hafa bundið mestar vonir við lestarferðina en vonbrigðin hafi verið algjör þegar lestin hafi farið beint inn í tjald þar sem Youtube-myndbandið var sýnt. Það sé ekki gagnvirkni að sýna fólki Youtube-myndband. Hótelið hafi ekki einu sinni haft fyrir því að setja gervisnjó á jörðina.

Vonbrigðin hafi verið mikil. Fjölskyldunni hafi litist mjög vel á kynningu hótelsins og fyllst tilhlökkun.

Danica er alls ekki sú fyrsta sem kvartar yfir lestarferðinni en töluvert er um kvartanir á skoskri bókunarsíðu en um 37 prósent notenda gefa ferðinni eina stjörnu. Hótelið stendur þó fast á því að meirihluti gesta sé ánægður með lestrarferðina og „undraland vetrarins“.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Áætlanir um að láta skólabörn lesa biblíuna og læra latínu sagðar vera afturför

Áætlanir um að láta skólabörn lesa biblíuna og læra latínu sagðar vera afturför
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfing í afskekktu héraði – 17 látnir af völdum dularfullra veikinda

Skelfing í afskekktu héraði – 17 látnir af völdum dularfullra veikinda