Var Bateman ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum, en Bateman neyddi stúlkurnar til kynferðislegra athafna með sér og öðrum fullorðnum meðlimum safnaðarins.
FLDS er söfnuður sem klauf sig út úr mormónakirkjunni þegar bann var lagt við fjölkvæni í Bandaríkjunum. Bateman er fyrrum stuðningsmaður Warren Jeffs, sem var leiðtogi safnaðarins á undan Bateman.
Bateman var handtekinn á heimili sínu í Colorado City í ágúst 2022. Hann var sagður hafa, í samvinnu fleiri, flutt ungmenni á milli Arizona, Nevada og Nebraska á árunum 2020 til 2021 til að misnota þau kynferðislega. Var Bateman meðal annars sagður hafa ætlað að kvænast unglingsdóttur sinni.
Í umfjöllun DV um mál hans eftir handtöku hans kom fram að útsendara FBI hafi tekist að ná hljóðupptöku af samtali þar sem Bateman sagði að „himnafaðirinn“ hafi sagt honum að „gefa það dýrmætasta sem hann ætti, meydóm stúlknanna“ til þriggja fullorðinna karlmanna sem fylgdu honum.
Er Bateman sagður hafa horft á þegar mennirnir nauðguðu stúlkunum. Sú yngsta var 12 ára að sögn FBI. Hann hélt því síðan fram að stúlkurnar hefðu „fórnað meydómi sínum fyrir Herrann“.
Þrjár stúlkur sem nú eru á unglingsaldri báru vitni gegn honum í dómsmálinu og lýstu þær skelfilegri meðferð sem þær máttu sæta. Var dómarinn í málinu, Susan Brnovich, ómyrk í máli þegar hún kvað upp 50 ára fangelsisdóminn yfir Bateman.
„Þú ættir aldrei að fá tækifæri til að ganga aftur frjáls og hvað þá að umgangast ungar konur.”