fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Trúarleiðtogi sem ætlaði að giftast dóttur sinni dæmdur í 50 ára fangelsi

Pressan
Þriðjudaginn 10. desember 2024 15:30

Samuel Bateman þegar lögregla handtók hann í ágúst 2022.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samuel Bateman, fyrrverandi leiðtogi Fundamentalist Church of Jesus Christ of the Latter-Days Saints (FLDS), hefur verið dæmdur í 50 ára fangelsi. Bateman þessi tók sér tuttugu eiginkonur og þar af voru tíu undir lögaldri, sú yngsta níu ára.

Var Bateman ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum, en Bateman neyddi stúlkurnar til kynferðislegra athafna með sér og öðrum fullorðnum meðlimum safnaðarins.

FLDS er söfnuður sem klauf sig út úr mormónakirkjunni þegar bann var lagt við fjölkvæni í Bandaríkjunum. Bateman er fyrrum stuðningsmaður Warren Jeffs, sem var leiðtogi safnaðarins á undan Bateman.

Bateman var handtekinn á heimili sínu í Colorado City í ágúst 2022. Hann var sagður hafa, í samvinnu fleiri, flutt ungmenni á milli Arizona, Nevada og Nebraska á árunum 2020 til 2021 til að misnota þau kynferðislega.  Var Bateman meðal annars sagður hafa ætlað að kvænast unglingsdóttur sinni.

Í umfjöllun DV um mál hans eftir handtöku hans kom fram að útsendara FBI hafi tekist að ná hljóðupptöku af samtali þar sem Bateman sagði að „himnafaðirinn“ hafi sagt honum að „gefa það dýrmætasta sem hann ætti, meydóm stúlknanna“ til þriggja fullorðinna karlmanna sem fylgdu honum.

Er Bateman sagður hafa horft á þegar mennirnir nauðguðu stúlkunum. Sú yngsta var 12 ára að sögn FBI. Hann hélt því síðan fram að stúlkurnar hefðu „fórnað meydómi sínum fyrir Herrann“.

Þrjár stúlkur sem nú eru á unglingsaldri báru vitni gegn honum í dómsmálinu og lýstu þær skelfilegri meðferð sem þær máttu sæta. Var dómarinn í málinu, Susan Brnovich, ómyrk í máli þegar hún kvað upp 50 ára fangelsisdóminn yfir Bateman.

„Þú ættir aldrei að fá tækifæri til að ganga aftur frjáls og hvað þá að umgangast ungar konur.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 2 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun