fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Pressan
Þriðjudaginn 10. desember 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líf tengdaforeldra Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, breyttist mjög þegar dóttir þeirra, Asma, gekk í hjónaband með einræðisherranum árið 2000. Bashar al-Assad var steypt af stóli í Sýrlandi um helgina eftir að hafa ríkt í tæpan aldarfjórðung.

Bashar og Asma kynntust þegar forsetinn var í námi í augnlækningum í London, en á þeim tíma var faðir hans, Hafez al-Assad, forseti Sýrlands. Fátt benti til þess framan af að Bashar al-Assad myndi taka við völdum af föður sínum en það breyttist þegar eldri bróðir hans, Bassel, lést í bílslysi árið 1994.

Einangruðu sig

Asma fæddist í Lundúnum árið 1975 en foreldrar hennar eru hjartalæknirinn Fawaz Akhras og Sahar Akhras sem var sendiráðsstarfsmaður í Lundúnum. Þau eru fædd í borginni Homs en fluttu tiltölulega ung að árum til Bretlands þar sem þau hafa búið í Acton-hverfinu í vesturhluta Lundúna nær allar götur síðan.

Mail Online fjallaði um líf þeirra hjóna og hvernig þau einangruðu sig þegar Bashar al-Assad kom inn í líf fjölskyldunnar og kvæntist dóttur þeirra árið 2000. Þau eru sögð hafa verið opin og málglöð áður en Asma kynntist Bashar en það breyttist á tiltölulega skömmum tíma eins og Mohamed Ekrayem rifjar upp.

Viðmótið breyttist

Ekrayem þessi er eigandi Abu Zaad sem er einn elsti veitingastaður Lundúna sem býður upp á sýrlenska matargerð. „Foreldrar hennar (eiginkonu Assads) heimsóttu frænda minn oft en það hætti um leið og hún giftist Assad. Skyndilega fékk fjölskyldan mikla peninga og varð góð með sig,“ segir hann.

„Hann talaði við nágranna sína á hverjum degi þegar hann fór með dóttur sína í skólann en það breyttist um leið og hún gekk í hjónaband. Það var ekki hægt að tala við hann því viðmótið var þannig að dóttir hans væri gift Bashar al-Assad. Hann hætti að tala við alla því hann varð svo góður með sig. Þau enga vini hér lengur og búa ekki hér. Þau eiga húsið ennþá í Acton en hafa verið mikið í Sýrlandi að undanförnu.“

Hugsanlega komin til Rússlands

Ekrayem kveðst vona að fall Assads verði til þess að líf hins venjulega Sýrlendings batni til muna. Ef raunin verður sú segist Eykrayem jafnvel eiga von á því að margir Sýrlendingar í London snúi til síns heima. „Við erum ánægð því hann (Bashar al-Assad) er ekki góður maður,“ segir Eykrayem sem bætir við að tíminn muni leiða í ljós hvort Al Jolani, leiðtogi uppreisnarmannanna, sé góður maður og hvað sé í vændum í Sýrlandi.

Mail Online ræddi við svo við Maher Al-Nouri, eiganda sýrlenskrar matvöruverslunar í í Acton, sem segir að fjölskyldan hafi reglulega verslað við hann á árum áður. „En ég hef ekki séð þau í langan tíma. Þau voru viðskiptavinir hér lengi en eftir að hún giftist Assad þá hafa þau ekki stigið fæti hér inn.“

Óvíst er hvar Fawaz og Sahar eru niðurkomin í dag en eign þeirra í Acton hefur staðið mannlaus undanfarnar vikur. Getgátur eru uppi um að þau séu komin ti Rússlands eins og Assad-hjónin og þrjú börn þeirra.

Heimili Fawaz og Sahar í Lundúnum þar sem þau ólu upp dóttur sína. Mynd/Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni