Þetta sagði Daily Mail í síðustu viku. En það er alls ekki satt að unga konan, Suri Cruise, hafi orðið milljónamæringur á einni nóttu eins og fram kemur í umfjöllun Daily Mail.
Þetta skrifar Katie Holmes, móðir Suri, í færslu á Instagram.
„Algjör vitleysa. Daily Mail, þið megið hætta að skálda upp hluti,“ skrifaði hún og birti mynd af grein Daily Mail og skrifaði „Enough“ (Nóg komið) í myndatexta.
Samkvæmt því sem segir í umfjöllun Daily Mail þá stofnaði Tom Cruise sjóð fyrir Suri þegar hann og Katie skildu 2012.
Fyrsta útborgun úr sjóðnum var þegar Suri varð 18 ára en hún fær restina þegar hún verður þrítug.
Hann er einnig sagður hafa fallist á að greiða 33.000 dollara á mánuði í meðlag með Suri þar til hún varð 18 ára.
Hann þarf sem sagt ekki lengur að greiða meðlag en það þýðir ekki að hann sé hættur að leggja sitt af mörkum. Hann hefur fallist á að greiða heilbrigðiskostnað hennar, tannlæknakostnað, tryggingar, menntun og tómstundir.
En eftir því sem Katie Holmes segir þá er það algjör vitleysa að hann hafi gert Suri að milljónamæringi á afmælisdaginn hennar.