fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Pressan
Þriðjudaginn 10. desember 2024 07:30

Suri Cruise og Katie Holmes.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„18 ára dóttir Katie Holmes fékk háar fjárhæðir samkvæmt upplýsingum DailyMail. Ástæðan er að styrktarsjóður föður hennar, Tom Cruise, tók til starfa þegar hún varð 18 ára þann 18. apríl.“

Þetta sagði Daily Mail í síðustu viku. En það er alls ekki satt að unga konan, Suri Cruise, hafi orðið milljónamæringur á einni nóttu eins og fram kemur í umfjöllun Daily Mail.

Þetta skrifar Katie Holmes, móðir Suri, í færslu á Instagram.

„Algjör vitleysa. Daily Mail, þið megið hætta að skálda upp hluti,“ skrifaði hún og birti mynd af grein Daily Mail og skrifaði „Enough“ (Nóg komið) í myndatexta.

Samkvæmt því sem segir í umfjöllun Daily Mail þá stofnaði Tom Cruise sjóð fyrir Suri þegar hann og Katie skildu 2012.

Fyrsta útborgun úr sjóðnum var þegar Suri varð 18 ára en hún fær restina þegar hún verður þrítug.

Hann er einnig sagður hafa fallist á að greiða 33.000 dollara á mánuði í meðlag með Suri þar til hún varð 18 ára.

Hann þarf sem sagt ekki lengur að greiða meðlag en það þýðir ekki að hann sé hættur að leggja sitt af mörkum. Hann hefur fallist á að greiða heilbrigðiskostnað hennar, tannlæknakostnað, tryggingar, menntun og tómstundir.

En eftir því sem Katie Holmes segir þá er það algjör vitleysa að hann hafi gert Suri að milljónamæringi á afmælisdaginn hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 2 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun