fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Pressan
Mánudaginn 9. desember 2024 08:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppreisnarmenn sem náð hafa völdum í Sýrlandi eru nú sagðir vinna að því í kappi við tímann að bjarga þúsundum fanga sem sitja í neðanjarðarfangelsi í höfuðborginni Damaskus.

Eins og greint var frá um helgina hefur uppreisnarhópurinn Hayat Tahrir al-Sham náð völdum í Sýrlandi og er forsetinn Bashar al-Assad flúinn land og kominn til Moskvu.

Sýrlandsstjórn er talin hafa fangelsað þúsundir manna í Saydnaya-fangelsinu en undir því munu vera fjölmargir fangaklefar og hvelfingar sem geyma fanga. Hafa viðbragðsaðilar áhyggjur af því að þeir sem þar dvelja gætu hreinlega kafnað ef þeim verður ekki komið til bjargar.

Talið er að í umræddu fangelsi hafi pyntingar og aftökur farið fram á undanförnum árum.

Hvítu hjálmarnir, mannúðar- og björgunarsamtök sem stofnuð voru árið 2013, hafa sent fjölmennt lið á svæðið en samtökin greindu frá því á síðu sinni á samfélagsmiðlinum X í gærkvöldi.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að hvelfingar undir fangelsinu séu harðlæstar og það þurfi þar til gerðan búnað til að opna þær. Óvíst er hversu margir dvelja í neðanjarðarhvelfingunum en talið er að þeir séu mögulega nokkur þúsund.

Mannréttindasamtökin Amnesty International segir að fjölmargir hafi verið teknir af lífi í Saydnaya á undanförnum árum, eða allt að 13 þúsund á árunum 2011 til 2016 þegar borgarastyrjöldin í landinu stóð sem hæst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti