fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Pressan
Sunnudaginn 8. desember 2024 11:30

Hafragrautur er á morgunverðarborði margra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú vilt borða morgunmat sem heldur þér gangandi allan daginn, þá er um margt að velja. Margir telja að kaffibolli og rúnstykki sé nóg en sannleikurinn er að rétt samansettur morgunverður getur skipt sköpum varðandi orku þína og einbeitingu yfir daginn.

Hér eru nokkrar hugmyndir að góðum morgunmat sem heldur þér gangandi og einbeittum/einbeittri í gegnum daginn.

Hafragrautur er auðvitað klassískur. Hann inniheldur mikið af flóknum kolvetnum sem losa hægt um orkuna. Það er gott að setja ávexti, hnetur eða síafræ út á hann. Hefur þú prófað að setja bananasneiðar, hnetusmjör eða smá hunang út á hann?

Grísk jógúrt með berjum og granóla. Grísk jógúrt er mjög prótínrík en það hjálpar til við að halda þér söddum/saddri og kemur jafnvægi á blóðsykurinn. Ef þú setur ber eða granóla út á, þá ertu komin(n) með góða blöndu af trefjum, vítamínum og náttúrulegu sætuefni.

Egg eru eins og litlar prótínkúlur sem halda líkamanum gangandi. Fáðu þér hrærð egg, spæld egg eða ommelettu með spínati og tómötum. Þá færðu góðan orkuskammt án þess að finnast líkaminn þungur á eftir.

Ristað brauð með lárperu er góður kostur en brauðið þarf auðvitað að vera heilhveitibrauð. Lárperur eru fullar af hollum fitum sem hjálpa þér að halda einbeitingunni og orkustiginu háu. Notaðu gróft brauð, settu smá sítrónu ofan á það, salt og pipar og þá ertu komin(n) með næringarríka máltíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun