fbpx
Fimmtudagur 19.desember 2024
Pressan

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Pressan
Laugardaginn 7. desember 2024 17:00

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fæstir, og vonandi enginn, vilja vera erfiðu gestirnir á veitingastað. En óafvitandi getum við öll lent í því að gera eitthvað sem þjónunum finnst miður gott og dónalegt.

Litlir hlutir á borð við að stafla diskunum eða finna sér sjálfur borð, geta virst ósköp saklausir en geta gert starf þjónanna erfiðara.

Meðal þessara hluta eru:

Að finna sér borð sjálfur – Þetta á ekki að gera því veitingastaðir eru oft með kerfi sem þeir nota til að auðvelda þjónunum vinnuna.

Réttur dagsins – Þegar þjónninn kynnir rétt dagsins, þá getur verið góð hugmynd að hlusta því kokkarnir hafa útbúið sérstaka rétti sem gætu komið þér á óvart.

Spjall – Það getur verið huggulegt að spjalla aðeins við þjóninn en leyfðu honum að stýra samtalinu því hann þarf oft að sinna fleiri borðum og löng samtöl geta seinkað honum.

Pöntun – Þú átt að panta matinn hjá þjóninum þínum því ef þú pantar hjá öðrum þjóni, þá getur það valdið ruglingi og valdið mistökum. Þegar þjóninn kemur með matinn, þá er best að láta hann taka allt af bakkanum því hann raðaði sjálfur á hann til að tryggja jafnvægið.

Sóðaskapur – Ef þú sullar niður, þá skaltu ekki þrífa það sjálf(ur). Láttu starfsfólkið um það, því það er með rétta útbúnaðinn til þess.

Að stafla diskum – Það virðist vera hjálplegt að stafla diskunum eftir matinn en ekki gera það. Það er best að þjónninn geri það því hann er með ákveðna aðferð við það til að gera sér auðveldara fyrir við að bera þá á brott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á að setja salt í kartöfluvatnið á undan eða eftir kartöflunum?

Á að setja salt í kartöfluvatnið á undan eða eftir kartöflunum?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn