fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Pressan
Laugardaginn 7. desember 2024 20:30

Þau virðast nú sofa vel.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir vita að svefn er mikilvægur. Það er lykilatriði að vera með ákveðna rútínu og reyna að sofa jafn lengi á hverri nóttu. En sérfræðingar segja að fólk eigi að reyna að sofa að minnsta kosti sjö klukkustundir á hverri nóttu.

Kaveh Hosseini, prófessor í hjartalækningum, tjáði sig nýlega um niðurstöður nýrrar rannsóknar en þær sýna að það eru 7% meiri líkur á að fólk fái of háan blóðþrýsting ef það fær ekki nægan svefn. Ef svefninn er undir fimm klukkustundum  sumar nætur, þá eru líkurnar 11% meiri. Daily Star skýrir frá þessu og segir að skýrt hafi verið frá þessu á ársfundi bandarískra hjartalækna.

Hosseini sagði að miðað við niðurstöður rannsóknarinnar, þá virðist sem það sé hættumeira fyrir konur ef þær fá ekki nægan svefn en frekari rannsókna sé þörf. Hins vegar liggi fyrir að skortur á góðum svefnvenjum getur aukið líkurnar á of háum blóðþrýstingi sem aftur getur valdið hjartasjúkdómum og hjartaáföllum.

Ein milljón manna, frá sex löndum, tók þátt í rannsókninni. Fólkið var ekki með of háan blóðþrýsting þegar rannsóknin hófst. Fylgst var með fólkinu að meðaltali í fimm ár og tekið var tillit til hjartasjúkdóma, kyns, menntunar, reykinga og þyngdar.

Rannsóknin leiddi í ljós að svefnskortur gat valdið of háum blóðþrýstingi. Eins og fyrr sagði, þá sagði Hosseini að frekari rannsókna sé þörf. Hann ráðleggur fólki að sofa sjö til átta klukkustundir á hverri nóttu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun

Þetta eru þrír stærstu áhættuþættirnir þegar kemur að heilabilun