fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Pressan

Lítið barn í lífshættu eftir dularfullt slys

Pressan
Laugardaginn 7. desember 2024 17:30

Slysið átti sér stað í borginni Umeå í Sviþjóð. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Skjáskot/Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænskir fjölmiðlar greindu frá því fyrr í dag að barn sé í lífshættu á sjúkrahúsi eftir slys á leikvelli í leikskóla í borginni Umeå í norðurhluta landsins. Þagnarmúr ríkir hins vegar um slysið og ekki er því ljóst á þessari stundu hvernig það bar að.

Aldur barnsins er ekki tilgreindur nákvæmlega en það er sagt vera undir 7 ára aldri. Sænska skólakerfið er nánast eins uppbyggt og það íslenska en börn eru í leikskóla (s. förskola) fram til sex ára aldurs þegar við tekur 10 ára grunnskólanám.

Slysið varð síðastliðinn fimmtudag en fram kemur í frétt SVT að tilkynnt hafi verið fyrr í dag að barnið sé í lífshættu og sé þess vegna á gjörgæsludeild.

Slysið er til rannsóknar hjá lögreglu. Það virðist hafa átt sér stað á opnunartíma leiksskólans en önnur börn voru á svæðinu, auk starfsfólks og foreldra.

Skólastjóri leiksskólans segir að hratt hafi verið brugðist við. Viðbragðsaðilar hafi komið fljótt á vettvang og öðrum börnum, foreldrum og starfsfólki hafi verið boðið upp á áfallahjálp og samverustund fyrir þau sem vildu.

Leikskólastarfið var óbreytt á föstudaginn en skólastjórinn segir andrúmsloftið hafa verið þungt.

Leikskólinn og lögreglan halda því leyndu hvernig slysið bar að. Það er því ekki ljóst hvort eitthvað annað barn en hið slasaða hafi komið við sögu en enginn einstaklingur er sagður liggja undir grun um að hafa slasað barnið. Lögreglurannsóknin stendur yfir og rætt hefur verið við vitni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt

Gamla ekkjan setti einkamálaauglýsingu í dagblaðið – Síðan var bjöllunni hringt
Pressan
Í gær

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti

Þetta eru þær evrópsku flugleiðir þar sem oftast er ókyrrð í lofti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er barnið þitt matvant

Þess vegna er barnið þitt matvant
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings

Eruð þið að íhuga að skilja? Þessara spurninga ættuð þið þá að spyrja áður að sögn sérfræðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti

Leiðavísir til að lifa af alræði vekur athygli á ný eftir fyrstu daga Trump í embætti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu

Hótanir Þjóðverja um að loka landamærum sínum fyrir innflytjendum setja ESB í erfiða stöðu
Pressan
Fyrir 4 dögum
Fannst eftir 41 ár