En svarið er að lífsstíll þinn og persónulegar venjur skipta máli en um leið eru nokkur almenn viðmið sem er gott að hafa í huga því þau hjálpa til við að tryggja heilbrigt og ferskt svefnumhverfi.
Sérfræðingar segja að það sé góð þumalfingurregla að skipta á rúmunum á fjórtán daga fresti. Þetta er nóg fyrir þá sem svitna ekki mjög mikið eða hafa ekki verið veikir.
En ef þú svitnar mikið, hefur verið veik(ur) eða stundað mikla hreyfingu, þá getur verið nauðsynlegt að skipta á rúminu vikulega til að draga úr fjölda baktería í sængurfatnaðinum og um leið lykt og til að gera út af við rykmaura.
Michael René, þrifasérfræðingur, segir að margar dauðar húðfrumur detti af líkamanum á tveimur vikum. Þær eru veislufæði fyrir rykmaura en þeir geta valdið ofnæmi hjá fólki. Þess utan losnar prótín og fita af líkamanum og endar í rúmfötunum. Það getur gert að verkum að með tímanum kemur vond lykt af þeim.
Hann segir jafnframt að einföld aðferð til að taka stöðuna á rúmfötunum sé bara að stinga nefinu niður í þau. Ef lyktin er ekki fersk, þá er kominn tími til að skipta.