Það voru fornleifafræðingar í Jerúsalem sem fundu 1.200 ára brot af krukkunni. Á henni eru för eftir loppu lítils kattar.
Vísindamennina grunar að kötturinn hafi skilið eftir sig þetta far af vinstri framloppunni þegar leirkerasmiður skildi krukkuna eftir til að þorna í sólinni áður en hún var sett í ofn. Yfirborð krukkunnar hefur verið rakt þegar kötturinn setti loppuna á hana og því voru skilyrðin fullkomin til að skilja eftir loppufar fyrir framtíðina.
Shimon Gibson, fornleifafræðingur, sagði Live Science að líklega hafi kötturinn verið að taka á krukkunni því klær hans hafi verið útdregnar og hafi skilið eftir sig djúp för.