fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Pressan

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Pressan
Laugardaginn 7. desember 2024 18:30

Þessi virðist vera nokkuð hreinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg okkar eyða þriðjungi ævinnar í rúminu en hversu oft leiðum við hugann að koddunum okkar? Þeir virðast kannski vera hreinir en með tímanum hafa sviti, húðfrumur og hár áhrif á þá. Þetta getur orðið til þess að gulir blettir myndast á þeim og í versta falli myglusveppur.

Það er því mikilvægt að hafa í huga að sá tími rennur upp að það þarf að þvo koddana eða jafnvel skipta þeim út.

Gulu blettirnir, sem sjást oft á koddum, myndast aðallega af völdum svita og húðolía sem smjúga inn í koddana nótt eftir nótt.

Þess utan geta sólarvarnarkrem og önnur krem gert koddana gula. Það hjálpar ekki alltaf að fara í sturtu rétt áður en farið er í háttinn, því blautt eða rakt hár getur myndað raka á koddanum en hann er það besta til að tryggja vöxt myglusvepps.

Ef það eru komnir gulir blettir í koddann þinn, þá er kannski kominn tími til að íhuga að fá sér nýjan.

Koddi með gulum blettum er ekki fögur sjón og þess utan getur þetta valdið ofnæmisviðbrögðum og óþægindum í öndunarfærum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kristinn greinahöfundur sem sakaði dragdrottningar um að kyngera börn hefur verið handtekinn fyrir brot gegn barni

Kristinn greinahöfundur sem sakaði dragdrottningar um að kyngera börn hefur verið handtekinn fyrir brot gegn barni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sektaður fyrir að hafa verið drukkin þegar hann flaug dróna

Sektaður fyrir að hafa verið drukkin þegar hann flaug dróna
Pressan
Fyrir 3 dögum

X höfðar mál á hendur Lego

X höfðar mál á hendur Lego
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ítalskur læknir ákærður í óvenjulegu máli þar sem kötturinn hans kemur við sögu

Ítalskur læknir ákærður í óvenjulegu máli þar sem kötturinn hans kemur við sögu