Það er því mikilvægt að hafa í huga að sá tími rennur upp að það þarf að þvo koddana eða jafnvel skipta þeim út.
Gulu blettirnir, sem sjást oft á koddum, myndast aðallega af völdum svita og húðolía sem smjúga inn í koddana nótt eftir nótt.
Þess utan geta sólarvarnarkrem og önnur krem gert koddana gula. Það hjálpar ekki alltaf að fara í sturtu rétt áður en farið er í háttinn, því blautt eða rakt hár getur myndað raka á koddanum en hann er það besta til að tryggja vöxt myglusvepps.
Ef það eru komnir gulir blettir í koddann þinn, þá er kannski kominn tími til að íhuga að fá sér nýjan.
Koddi með gulum blettum er ekki fögur sjón og þess utan getur þetta valdið ofnæmisviðbrögðum og óþægindum í öndunarfærum.