The Independent skýrir frá þessu og hefur eftir talsmanni Human Rights Watch samtakanna að þetta muni verða til þess að konur og stúlkur látist í enn meiri mæli af barnsförum.
Heimildarmenn í heilbrigðisráðuneyti Talíbana sögðu BBC Radio4 að þeir hafi fengið fyrirmæli um að loka fyrir alla heilbrigðismenntun fyrir konur þar til annað verður tilkynnt. Nokkrir ljósmæðraskólar víða um Afganistan staðfestu við BBC að bannið sé í gildi.
Heather Barr, forstjóri kvennréttindadeildar Human Rights Watch, sagði í samtali við The Independent að með þessu væri verið að loka einni af örfáum smugum sem enn voru eftir hvað varðar bann Talíbana við að konur og stúlkur mennti sig. Hún sagði að þetta muni verða til þess að konur og stúlkur látist því Talíbanar hafi lagt blátt bann við að karlkyns heilbrigðisstarfsmenn annist konur og stúlkur og nú séu þeir að loka á aðgang þeirra að kvenkyns heilbrigðisstarfsfólki.
Afganistan er meðal þeirra landa þar sem dánartíðni af völdum barnsfara er hæst í heiminum. Talið er að á tveggja klukkustunda fresti látist afgönsk kona af barnsförum.