fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Þrír létust eftir að hafa borðað dýr í útrýmingarhættu

Pressan
Miðvikudaginn 4. desember 2024 18:30

Sæskjaldbaka. Mynd:AP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír eru látnir og minnst 32 liggja á sjúkrahúsi á Filippseyjum eftir að hafa borða pottrétt með sæskjaldbökukjöti.

BBC skýrir frá þessu og segir að þrátt fyrir að bannað sé að veiða og borða sæskjaldbökur, sem eru í útrýmingarhættu, þá líti margir Filippseyingar á þær sem mikið lostæti.

Skjaldbökurnar bera stundum með sér mengaða þörunga sem eru eitraðir fyrir fólk, jafnvel þótt búið sé að elda þá.

Margir hundar, kettir og hænur drápust eftir að hafa fengið hluta af þessari sæskjaldböku.

Hún var notuð í rétt sem heitir adobo en hann er mjög vinsæll á Filippseyjum. Hann samanstendur af kjöti og grænmeti í edik- og sojasósu.

Irene Dillo, talskona yfirvalda, sagði í samtali við BBC að verið sé að rannsaka dánarorsök fólksins. Þess utan verði meira eftirlit með veiðum á sæskjaldbökum í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Banna sölu á bandarísku áfengi í Kanada

Banna sölu á bandarísku áfengi í Kanada
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kim Jong-un sviptir hulunni af „Benidorm“ strandbænum sínum

Kim Jong-un sviptir hulunni af „Benidorm“ strandbænum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mannætan í Klettafjöllum

Mannætan í Klettafjöllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni