Brückner afplánar nú dóm fyrir nauðgun sem hann framdi 2005. Hann gæti losnað úr fangelsi á næsta ári því í október var hann sýknaður af ákærum um fjölda ofbeldisbrota gegn börnum.
Bild segir að þýska lögreglan óttist að hann sé með leynilega áætlun á prjónunum. Ef hann verður ekki handtekinn eða ákærður í tengslum við mál Madeleine áður en hann verður látinn laus, þá getur hann farið hvert sem er enda frjáls maður.
Lögreglan óttast að hann muni þá nýta tækifærið og hraða sér til Kambódíu, Filippseyja eða Kúbu.
En af hverju þessi lönd? Svarið er að þau eiga það sameiginlegt að vera ekki með framsalssamning við Þýskaland. Ef ákæra verður gefin út á hendur Brückner eftir að hann er kominn til einhvers af þessum löndum, þá þarf hann ekki að hafa áhyggjur af að verða framseldur til Þýskalands.
Þýska lögreglan skýrði frá því sumarið 2020 að Brückner væri grunaður í málinu og sagðist hafa sannanir fyrir að Madeleine sé dáin. En ekki hefur komið fram hvaða sönnunargögn lögreglan hefur undir höndum, né hvort þau dugi til að ákæra hann áður en hann verður látinn laus.