fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Pressan

Umdeildi argentíski forsetinn sem er kallaður brjálæðingur – Hver er Javier Milei?

Pressan
Þriðjudaginn 3. desember 2024 21:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ár er nú liðið síðan að hagfræðingurinn Javier Milei var kjörinn forseti Argentínu. Hann þykir nokkuð sérstakur sem kristallast ágætlega í þeim viðurnefnum sem stuðningsmenn hans hafa gefið honum, brjálæðingurinn og hárkollan – en síðarnefnda viðurnefnið vísar í hárgreiðsluna sem hefur orðið einkennismerki forsetans, nokkuð sjoppulegur lubbi og bartar í anda diskótímans. Milei segir gjarnan í gríni að „ósýnilega hönd“ hins frjálsa markaðar greiði honum.

The New Yorker birti í gær ítarlega umfjöllun um forsetann, eins konar nærmynd sem varpar ljósi á þessa skrautlegu persónu. Fyrir þá sem hafa ekki tök á að lesa þessa vönduðu umfjöllun verður hér stiklað á stóru.

Rokkarinn sem varð óvart frægur

Milei ákvað seint að snúa sér að stjórnmálum og var fyrst kjörinn á þing árið 2021. Áður starfaði hann sem hagfræðingur, þótti fremur einrænn og fór lítið fyrir honum. Hann átti erfiða æsku. Faðir hans var rútubílstjóri sem beitti son sinn andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hann sagði Milei að hann væri rusl sem aldrei yrði að manni. Hans eini vinur í fjölskyldunni var yngri systir hans, Karina, sem er hans nánasti vinur og samstarfsmaður í dag. Milei lýsir því sjálfur að systir hans sé í raun sálin í öllu því sem hann gerir.

Milei var mikill rokkari sem barn og elskaði ekkert heitar en hljómsveitina Rolling Stones. Hann dreymdi eins og önnur börn að verða atvinnumaður í fótbolta og tókst að verða sæmilegur markmaður. Framganga hans í markinu landaði honum viðurnefninu brjálæðingurinn. Eftir að hann varð fullorðinn ákvað hann þó að hagfræðin væri rétti vettvangurinn og næstu 20 árin starfaði hann hjá ýmsum fyrirtækjum og kenndi hagfræðiáfanga á háskólastiginu. Hann átti ekki marga vini og lét lítið fara fyrir sér. Hann vakti þó athygli á mannamótum fyrir ræðumennsku, en hann þótti tala um hagfræði á mannamáli af mikilli ástríðu.

Árið 2016 varð hann óvænt frægur, þá 45 ára gamall. Honum var boðið í pallborð í sjónvarpsþætti til að ræða efnahagsmál. Þar fékk hann spurningu um kenningar hagfræðingsins John Maynard Keynes. Milei hatar Keynes af mikilli ástríðu og hélt langan reiðilestur í beinni útsendingu. Kenningar Keynes hefðu spillt argentínskum valdhöfum og öll skrif hagfræðingsins væru drasl. Fjölmiðlar urðu ástfangnir af áhorfstölunum sem þessi reiðilestur skilaði og Milei festi sig rækilega í sviðsljósinu.

Á myndinni hér að ofan má sjá Milei stilla sér upp fyrir ljósmyndara með sérstökum hætti. Blaðamaður The New Yorker fannst hann kannast við svipinn og spurði forsetann hvort hann væri að fá innblástur úr kvikmyndinni A Clockwork Orange. Forsetinn brosti og sagði já.

A Clockwork Orange (1971) - IMDb

Bilaða beljan Milei

Annað sem fjölmiðlar elskuðu er hversu óheflaður Milei er í viðtölum en hann veigrar sér meðal annars ekki við að ræða sitt eigið kynlíf. Hann hefur til dæmis talað um að stunda mikið tantra-kynlíf og að hann hefði oft farið í trekant, og þá í 90% tilfella með tveimur konum. Hann sagði fjölmiðlum að hann stundi það að fresta fullnægingum en til þess þurfi aga. Þetta varð til þess að aðdáendur fóru að kalla hann Vaca Mala – eða biluðu beljuna – sem heldur í sér mjólkinni.

Þá fóru fjölmiðlar eðlilega að velta fyrir sér ástarlífi brjálæðingsins. Hann hefur átt í ástarsamböndum við leikkonur og fjölmiðlakonur. Sem stendur er hann með leikkonunni Amalia González en flestir eru sammála um að hans helsta ást sé systir hans, Karina. Þau þykja svo náin að skömmu eftir að hann tók við embætti fann hann sig knúinn til að gefa út yfirlýsingu til að neita fyrir fréttir um að hann væri að „ríða systur sinni“.

Nánustu samstarfsmenn Milei hafa neitað fyrir að forsetinn tilheyri öfgahægrinu, hann sé maður sem tali fyrir frjálsum markaði. Verðbólga í Argentínu hefur lengi verið gríðarleg og Milei lofaði að gera efnahaginn aftur blómlegan. Þá helst með því að skera gífurlega niður í ríkisrekstri og minnka báknið. Hann hefur til þessa rekið um 30 þúsund opinbera starfsmenn, eða um einn tíunda hluta. Hann hefur svo tilkynnt þeim sem eftir standa að þau þurfi að gangast undir próf til að sanna virði sitt, ellegar verða þau rekin.

Hann hefur eins skrúfað niður í velferðarkerfinu svo sem með því að minnka framlög til fátækra barna og með því að lækka lífeyrisgreiðslur. Þegar niðurskurðurinn var gagnrýndur sagði forsetinn að það ætti ekki að bitna á argentínskum skattgreiðendum að fyrri valhafar hafi gert rekstur lífeyrissjóða opinberan.

Hann er mikill aðdáandi Donald Trump Bandaríkjaforseta og þegar hann fór í forsetaframboð lagði hann mikla vinnu í að kynna sér hvernig Trump markaðssetti sig, svo mikið að fyrrum starfsmaður framboðs hans hefur lýst því svo að án Trump hefði Milei aldrei komist til valda. Bæði Trump og Milei hafi unnið sína sigra með popúlisma þökk sé því að almenningur upplifði að hinu opinbera væri sama um hann. Þeir væru að bjóða atvinnustjórnmálamönnum byrginn með popúlískum hefndaraðgerðum. Argentínumenn hafi kosið Milei því hann stóð fyrir von, von um betri tíð, von um breytingar og von um ríkisvald sem stendur með fólkinu.

Árangur eða tálsýn?

Gagnrýnendur Milei hafa bent á að honum hafi vissulega, á þessu ári síðan hann tók við embætti, náð að lækka verðbólguna um þrjú prósentustig. Þetta sé þó líklega sýndarlækkun. Það verði ekki fyrr en kjörtímabilið er hálfnað sem í ljós kemur hvort efnahagsstefna forsetans skili í raun langvarandi árangri. Það sem sé þó þegar orðið ljóst er að niðurskurður í velferðarmálum ásamt uppsögnum opinberra starfsmanna hafi aukið á fátækt. Ströng aðhaldsstefna sé að auka þjáningu fólksins og þó að það leiði ekki til átaka muni það leiða til óreiðu. Einn gagnrýnandi segir að forsetann skorti alfarið samkennd. Hann horfi á samfélagið sem markað þar sem eina raunverulega mælitækið séu peningar.

Einn gagnrýnandi Milei er sjálfur Francis páfi. Hann tjáir sig vanalega lítið um stjórnmál en gat ekki annað en skotið á forsetann eftir að hann sigaði vopnaðri lögreglu á eldri borgara sem mótmæltu lækkun lífeyris – „Í staðinn fyrir að borga fyrir félagslegar umbætur borgaði ríkisstjórnin fyrir piparúða“.

Blaðamaður New Yorker spurði forsetann út í lækkun lífeyrisgreiðslna og hófst þá langur reiðilestur þar sem forsetinn útskýrði að þó að það væri göfugt að ætla að hækka lífeyri þá þyrfti einhvern veginn að fjármagna það. Svo hafi forsetinn haldið áfram að nefna alls konar tölur í um fimm mínútur „en aldrei sýndi hann nokkra samúð í garð lífeyrisþega eða viðurkenndi þá einu sinni sem manneskjur“.

Mynd/Getty

Ég er ljónið

Blaðamaður lýsir því að Milei hafi haldið útifund með stuðningsmönnum sínum í september. Þúsundir stuðningsmanna mættu á svæðið. Þungarokk var spilað í hátalarakerfi. Fólkið var eins og í transi og tók ekki augun af þessum heillandi brjálæðing sem það hafði kosið sér sem forseta. Fólkið kyrjaði með þungarokkinu – Ég er ljónið. Forsetinn ávarpaði hópinn og sagði að spilltu stjórnmálamennirnir væru illir, en verri væru blaðamenn sem dreifðu falsfréttum. Til að leggja áherslu á mál sitt benti hann á myndavélar fréttastöðva sem hafði verið stillt upp á vettvangi. Fólkið hrópaði með honum: Pútusynir, pútusynir.

Í kosningabaráttu sinni málaði forsetinn stjórnmálamenn, blaðamenn, fræðimenn og verkalýðsforingja upp sem óvini. Lausnin væri að höggva niður ríkisvaldið og spillinguna, sem hann sýndi táknrænt með því að veifa keðjusög.

„Ríkisvaldið er barnaníðingurinn í leikskólunum, með börnin hlekkjuð og löðrandi í vaselíni“

Hann kallaði páfann fulltrúa djöfulsins á jörðinni, skítugan vinstrimann. Hann lofaði að gera Argentínu frábæra aftur og sumum þykir honum vera að takast ætlunarverkið. Öðrum þykir hann vera að stýra þjóðarskútunni rakleitt til glötunar.

Nánar má lesa um forsetann hjá The New Yorker

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu aldrei að setja bökunarpappír í airfryer

Þess vegna áttu aldrei að setja bökunarpappír í airfryer
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona mörg egg er hægt að borða daglega án þess að það sé óhollt

Svona mörg egg er hægt að borða daglega án þess að það sé óhollt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Loftsteinn kom inn í gufuhvolfið nokkrum klukkustundum eftir að hann uppgötvaðist – Þriðja tilfellið á þessu ári

Loftsteinn kom inn í gufuhvolfið nokkrum klukkustundum eftir að hann uppgötvaðist – Þriðja tilfellið á þessu ári
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessar fæðutegundir ætti fólk með slitgigt að forðast

Þessar fæðutegundir ætti fólk með slitgigt að forðast
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dópuðu í brúðkaupsferðinni með skelfilegum afleiðingum

Dópuðu í brúðkaupsferðinni með skelfilegum afleiðingum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskylda fraus í hel á leið sinni til Bandaríkjanna – Tveir sakfelldir vegna málsins

Fjölskylda fraus í hel á leið sinni til Bandaríkjanna – Tveir sakfelldir vegna málsins
Pressan
Fyrir 6 dögum

Missti allt meðan hann sat í fangelsi en er í dag milljónamæringur

Missti allt meðan hann sat í fangelsi en er í dag milljónamæringur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Bílaþvottastöðin var skálkaskjól myrkraverka

Bílaþvottastöðin var skálkaskjól myrkraverka