Truong áfrýjaði dauðadómnum sem féll fyrr á þessu ári en hún var sökuð um að svíkja sem nemur 3.750 milljörðum króna út úr Saigon Commercial Bank sem hún stjórnaði. Mörg þúsund viðskiptavinir bankans töpuðu háum fjárhæðum á svikunum.
AFP segir frá því að Truong hafi handskrifað fimm blaðsíðna bréf þar sem hún bað um vægari refsingu.
Bent er á það að samkvæmt víetnömskum lögum gæti Truong forðast dauðadóminn með því að endurgreiða þriðjung þeirrar upphæðar sem hún sveik út og ef hún er samvinnufús við lausn málsins. Þetta myndi þýði að Truong þyrfti að reiða fram 1.250 milljarða króna og þá yrði dómnum væntanlega breytt í lífstíðarfangelsi.
Saksóknarar efast um að Truong geti borgað umrædda upphæð og hafa bent á að dómurinn hafi verið réttmætur í ljósi þess hversu umfangsmikil svikin voru og hversu mikil áhrif þau höfðu.