fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Pressan

Svona margar bakteríur eru í eldhússvampi

Pressan
Sunnudaginn 1. desember 2024 18:30

Notar þú svamp við uppvaskið?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mörgum heimilum gegnir svampur lykilhlutverki þegar kemur að uppvaskinu. Það eru auðvitað margir sem kjósa frekar að nota uppþvottabursta en aðrir vilja frekar nota svamp. En svamparnir geta verið tvíbent verkfæri ef ekki er farið rétt með þá.

Í nýrri rannsókn voru dökku hliðar uppþvottasvampa afhjúpaðar. Niðurstöðurnar sýna svart á hvítu hversu mikilvægt það er að skipta reglulega um svamp.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar, sem var gerð af vísindamönnum við Furtwangen og Justus Liebig háskólana, þá eru ekki færri en 362 bakteríutegundir í meðaluppþvottasvampinum.

Uppbygging svampsins gerir að verkum að hann er fullkomið umhverfi fyrir örverur. Þær þrífast vel í honum og eiga auðvelt með að fjölga sér.

Oe24 skýrir frá þessu og segir að niðurstöður rannsóknarinnar hafi fengið vísindamenn til að mæla með því að fólk skipti svampinum út vikulega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Vilja flagga alla daga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar ætla að smíða risastóra sólarorkustöð í geimnum – Gæti aflað meiri orku á einu ári en „öll olían á jörðinni“

Kínverjar ætla að smíða risastóra sólarorkustöð í geimnum – Gæti aflað meiri orku á einu ári en „öll olían á jörðinni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flúði úr fangelsi fyrir 50 árum – Núna veit lögreglan loksins hvar hún faldi sig

Flúði úr fangelsi fyrir 50 árum – Núna veit lögreglan loksins hvar hún faldi sig