Í nýrri rannsókn voru dökku hliðar uppþvottasvampa afhjúpaðar. Niðurstöðurnar sýna svart á hvítu hversu mikilvægt það er að skipta reglulega um svamp.
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar, sem var gerð af vísindamönnum við Furtwangen og Justus Liebig háskólana, þá eru ekki færri en 362 bakteríutegundir í meðaluppþvottasvampinum.
Uppbygging svampsins gerir að verkum að hann er fullkomið umhverfi fyrir örverur. Þær þrífast vel í honum og eiga auðvelt með að fjölga sér.
Oe24 skýrir frá þessu og segir að niðurstöður rannsóknarinnar hafi fengið vísindamenn til að mæla með því að fólk skipti svampinum út vikulega.