Kannski vekur þetta vonir hjá einhverjum um að Plútó verði þá aftur skilgreindur sem pláneta. En því miður fyrir aðdáendur Plútó, þá breytir þetta ekki stöðu hans.
Síðast voru gerðar breytingar á skilgreiningunni fyrir um tveimur áratugum. Sú breyting varð til þess að Plútó féll um flokk og taldist ekki lengur vera pláneta. Samkvæmt nýju skilgreiningunni, ef hún verður að veruleika, verður mælanlegum þáttum bætt við, þar á meðal massa plánetunnar. Eins og fyrr segir breytir það engu fyrir Plútó sem mun áfram teljast vera dvergpláneta.
Núverandi skilgreining á plánetu er að hún þarf að vera á braut um stjörnu, hún þarf að vera nægilega stór til að þyngdaraflið geri hana kúlulaga og hún þarf að hafa hreinsað minni hluti, aðra en tungl og álíka hluti, sem voru á braut hennar í burtu.