fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Stjörnufræðingar vilja aftur breyta skilgreiningunni á plánetu

Pressan
Laugardaginn 9. nóvember 2024 18:30

Mynd af Mars sem Tianwen-1 tók úr 2,2 milljón kílómetra fjarlægð. Mynd: EPA-EFE/CHINA NATIONAL SPACE ADMINISTRATION

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingar vinna nú að nýrri skilgreiningu á hvaða skilyrði pláneta þarf að uppfylla til að teljast pláneta. Í nýju skilgreiningunni er litið meira til massa plánetunnar, eða kandídatsins.

Kannski vekur þetta vonir hjá einhverjum um að Plútó verði þá aftur skilgreindur sem pláneta. En því miður fyrir aðdáendur Plútó, þá breytir þetta ekki stöðu hans.

Síðast voru gerðar breytingar á skilgreiningunni fyrir um tveimur áratugum. Sú breyting varð til þess að Plútó féll um flokk og taldist ekki lengur vera pláneta. Samkvæmt nýju skilgreiningunni, ef hún verður að veruleika, verður mælanlegum þáttum bætt við, þar á meðal massa plánetunnar. Eins og fyrr segir breytir það engu fyrir Plútó sem mun áfram teljast vera dvergpláneta.

Núverandi skilgreining á plánetu er að hún þarf að vera á braut um stjörnu, hún þarf að vera nægilega stór til að þyngdaraflið geri hana kúlulaga og hún þarf að hafa hreinsað minni hluti, aðra en tungl og álíka hluti, sem voru á braut hennar í burtu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar